Lýsing
Eignin skiptist í aðalhús og fullbúna aukaíbúð. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er heildarstærð eignarinnar 228,3 fermetrar, þar af er aðalhús með geymslu 134,90 fermetrar og aukaíbúð 93,4 fermetrar.
Árið 2023: Steypu- og múrviðgerðir á húsi. Þá er einnig nýlegur pallur fyrir aftan húsið ásamt uþb. 20 fermetra útihúsi/geymslu sem býður upp á marga möguleika.
Aðalhús:
Efsta hæð: Tvö svefnherbergi með plássi fyrir fataskápa og baðherbergi. Innrétting við vask, frístandandi baðkar og salerni.
Miðhæð: Forstofa, eldhús og tvær samliggjandi stofur sem mynda bjart og opið rými. Frá stofu er stigi niður á jarðhæð. Aðalinngangur með forstofu er á hæðinni. Stigi frá forstofu upp á efstu hæð.
Jarðhæð: Sérinngangur, rúmgott rými sem hægt er að nýta sem svefnherbergi eða fjölskyldurými. Á hæðinni er einnig þvottahús og salerni.
Aukaíbúð / tekjumöguleikar:
Sérinngangur - forstofa með flísum á gólfi.
Tvö svefnherbergi með parketi á gólfi.
Eldhús með góðu skápa- og vinnuplássi, ofni, eldavél og tengi fyrir uppþvottavél.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, sturta, salerni, vaskur og tengi fyrir þvottavél.
Stofan er stór, með aukinni lofthæð og miklu náttúrulegu ljósi. Auðvelt er að stúka af auka herbergi og gera íbúðina að 4ra herbergja íbúð.
Stórt geymslurými.
Aukaíbúðin er fullbúin með sérinngangi og hentar sérstaklega vel til útleigu með góðum tekjum. Einnig er hún tilvalin fyrir fjölskyldur sem vilja nýta húsið í heild fyrir stóra fjölskyhldu, hvort sem það er sem vinnuaðstöðu, gestaíbúð eða fyrir unglingana.
Annað:
Nýlegur pallur á baklóð.
Eldri geymsla/útihús, ca. 20 fermetrar, sem hægt er að gera upp og nýta á skemmtilegan hátt.
Einstaklega góð staðsetning í hjarta Hafnarfjarðar – stutt í skóla, leikskóla, íþróttaaðstöðu og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski – löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / Beinn sími 450-0000
Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður