Lýsing
Virkilega fallega 126,1 fm. sérhæð ásamt 32 fm. bílskúr samtals 158,1 fm. Bílskúr innréttaður sem stúdíóíbúð sem er í leigu í dag. 3 rúmgóð svefnherbergi og stórar stofur. Þvottahús innan hæðar og frábært útsýni. Eignin hefur verið klædd að utan. 2 bílastæði fyrir framan eignina og bílastæði fyrir framan bílskúr.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi, fatahengi.
Miðrými / borðstofa: Bjart og fallegt rými, flísar á gólfi. Afar fallegt útsýni.
Stofa: Rúmgóð og björt með parket á gólfi, útgengt á stórar suðvestur svalir sem eru lokaðar með gleri, frábært útsýni.
Eldhús: Falleg viðar innrétting, korkur á gólfi og flísar á milli skápa. Möguleiki að opna eldhús fram í borðstofu.
Þvottahús: Innaf eldhúsi með dúk á gólfi, góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi: 3 rúmgóð herbergi með parket á gólfum. Einu herbergi hefur verið skipt upp í tvö rými.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Flísalagður sturtuklefi. Falleg innrétting í kringum handlaug. Upphengt salerni.
Innangengt í sameign frá forstofu, þar eru tvær sérgeymslur. Útidyrahurð í sameign verður endurnýjuð á kostnað seljanda. Niðurfall fyrir utan sameign á jarðhæð verður lagfært á kostnað seljanda. Ummerki um rakaskemmdir á veggjum í sameign.
Bílskúr er skráður 32 fm. og er innréttaður sem stúdíóíbúð í dag. Flísar og parket á gólfi. Ágæt eldhús innrétting. Nýlega búið að endurnýja skólp og drenlagnir í bílskúr. Járn á þaki var endurnýjað fyrir nokkrum árum ásamt þakrennum á bílskúr. Suðurgafl bílskúrs er klæddur með bárujárni.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat