Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vera Sigurðardóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2007
svg
223,1 m²
svg
9 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Aukaíbúð
svg
Laus strax

Lýsing

Domusnova og Ingunn Björg lgf. kynna einstaklega glæsilegt og reisulegt einbýlishús ásamt aukaíbúð með sérinngangi, á eftirsóttum og friðsælum stað í hjarta höfuðborgarinnar. 

Húsið hefur verið endurnýjað að fullu á afar vandaðan hátt af núverandi eigendum. Við endurgerð hússins var sérstaklega gætt að því að halda upprunalegum stíl og karakter hússins. Það var byggt árið 1898 og stóð þá við Lindargötu. Árið 2005 var það flutt að Nýlendugötu 5A, á nýsteyptan kjallara. 


Um er að ræða vel skipulagt og bjart hús á þremur hæðum auk íbúðar í kjallara. Eignin skartar mikilli lofthæð í öllum rýmum sem sjaldgæft er að sjá í eldri húsum. Innra skipulag er eftirfarandi: 6 svefnherbergi, rúmgóð stofa og borðstofa, tvö baðherbergi og þvottahús. Aukaíbúð með sérinngangi er í kjallara hússins. Einstaklega skjólgóður garður með heitum potti snýr í suðvestur, með fallegum gróðri, grasflöt og upphitaðri hellulögn, skjólveggir með notalegri kvöldlýsingu. Sjarmerandi svæði þar sem hægt er að njóta úitveru í ró og næði. Rúmgóð upphituð innkeyrsla er austan við húsið sem tekur tvo bíla í stæði. Skv. skráningu HMS er byggingarár skráð 2007, skráðir fm2 eru 223, þar af er íbúð ií kjallara 60,4 fm2. 

Staðsetning hússins er einstök, í friðsælu litlu porti sem er vistgata inn af Norðurstíg. Einungis 6 hús eru í portinu og nýtur það mikils næðis frá bílaumferð, þó er örstutt í iðandi mannlíf miðborgararinnar, ótal veitingastaði, kaffihús, menningarviðburði, verslanir og fallegar gönguleiðir við sjávarsíðuna. 

Framúrskarandi eign sem hefur verið sinnt af alúð í gegnum árin - Sjón er sögu ríkari !

Húsið bíður nú nýrra eigenda og getur verið laust til afhendingar við undirritun kaupsamnings. 


Helstu endurbætur að sögn seljenda, flestar á árunum 2006 - 2023. 
Þak: Árið 2023 var þakið alfarið endurnýjað, skipt um timburklæðningu, steinullareinangrun, öndunardúk og sett aluzink bárujárn. Sperrur voru þrifnar og olíubornar.
Utanhússklæðning: Húsið er klætt með nýrri timburklæðningu og vindpappa, aluzink bárujárni, tvígrunnuðu og tvímáluðu.
Einangrun: Húsið er einangrað með íslenskri steinull og rakasperru sem er afar sjaldgæft í húsum frá þessu tímabili.
Dren/skólplagnir: Í kringum húsið er lagt tvöfalt dren, efra og neðra. Það efra tekur bæði við rennuvatni og úr jarðveginum en neðra drenið jarðvatni sem safnast í kringum sökkulinn. Í kjallaranum er brunnur með dælu sem neðra drenið er leitt í. Í brunninum er nýleg Kärcher brunndæla og vatnsskynjari sem tengdur er Securitas. Allar skólplagnir voru lagðar nýjar eftir flutning á húsinu, árið 2006.
Raf- og pípulagnir:  Skipt hefur verið um rafmagnstöflu, allar raflagnir og rofa og tengla. Pípulagnir hafa allar verið endurnýjaðar og lagðar í álpexi inni í veggjum og loftum. Allir ofnar endurnýjaðir.
Hurðir: Útidyrahurð, tvöföld hurð úr eldhúsi út í garð og svalahurðir á annarri hæð hafa allar verið endurnýjaðar með vönduðum við úr Mahogany. Svalahurð suður og hurð úr eldhúsi og út í garð voru settar í stað glugga sem þar voru og svölum sem snúa í suður bætt við.
Svalir: Allar svalir hafa verið smíðaðar að nýju eftir flutning á húsinu, svalir á stigahúsi smíðaðar nýjar árið 2018 og suður-svalir þá endurbættar í sama stíl. Allar svalir eru með pílára úr íslensku lerki. 
Gluggar: Smíðaðir voru nýir rammar inn í upprunalegu gluggana og sett tvöfalt gler. Skipt var alfarið um tvo glugga í risi. 
Faldar, gólf- og loftlistar: Allir faldar í kringum glugga að utan og innan voru sérsmíðaðir í upprunalegum stíl.
Loft og veggir: Endurnýjaðir og uppgerðir.
Gólfefni: Endurnýjað að öllu leyti á 1. og 3. hæð. Á 2. hæð eru gólfefni endurnýjuð að hluta en upprunalegu gólfborð uppgerð.
Gólf og loftlistar: sérsmíðaðir úr timbri og hvítlakkaðir.

Allar helstu upplýsingar veitir:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is

Lýsing eignar:
Hæð 1 
Forstofa: Flísar á gólfi. Vegleg sérsmíðuð hurð með frönskum gluggum skilur að forstofu og önnur rými. 
Stofa / borðstofa:  Bjart og rúmgott rými með fjórum gullfallegum gluggum, hlöðnum vegg úr upprunalegum múrsteinum ásamt viðarbitum gefa rýminu sjarmerandi yfirbragð, vandað oliuborið viðarparket á gólfi frá Parka,
Eldhús: Falleg ljós ítölsk innrétting á tveimur veggjum með steinborðplötum frá S. Helgasyni, niðurfelldur vaskur, einnig er niðurfelldur skolvaskur við eldavél, háfur. Viðarbitar í lofti, vandaðar flísar í anda hússins á gólfi. Tvöföld svalahurð er í eldhúsi sem opnast út á hellulagða verönd og í gróðursælan garð.
Gestasalerni: Flísalagt að hluta, fallegar mósaíkflísar á gólfi, sérhannaður steinvaskur, flísalögð borðplata, skápur undir vaski.

Einstakur bogadreginn viðarstigi liggur upp á efri hæðir. Upprunalegt brass á stigaþrepum klæddum með linoleum dúk.

Hæð 2
Þrjú herbergi eru á þessari hæð ásamt baðherbergi - Þarna er möguleiki á að útbúa glæsilega hjónasvítu.

Á stigapalli er afar fallegur veggur úr upprunalegum viðarþiljum hússins. linoleumdúkur á gólfi, útgengt á austursvalir.
Herbergjaskipan er eftirfarandi: 
Mjög rúmgott og bjart hjónaherbergi með stóru hurðargati inn í annað mjög rúmgott herbergi sem auðvelt er að loka af. Innangengt er einnig úr hjónaherbergi í annað herbergi sem nýtt hefur verið sem fataherbergi, úr því herbergi er innangengt á baðherbergi og út á svalir sem snúa til suðurs. Gólfefni eru upprunalegar gólffjalir sem hafa verið pússaðar og lakkaðar.
Baðherbergið er fallega hannað í anda hússins.Rúmgott með flísalögðu gólfi og flísum á veggjum að hluta. Stórt baðkar með fallegum gylltum blöndunartækjum, flísalögð sturta með nátturusteinum í botni og reyklitaðri glerhurð, einnig með vönduðum blöndunartækjum í stíl. Ljós ítölsk innrétting með flísum á vegg að hluta. Steinborðplata frá S. Helgasyni, handklæðaofn, upphengt salerni.

Hæð 3
Þrjú rúmgóð herbergi eru einnig á þessari hæð. Tvö af þeim hafa verið sameinuð í eitt rými sem nýtt hefur verið sem sjónvarps- og fjölskyldurými. Þriðja herbergið er mjög rúmgott með útsýni yfir flóann og Esjuna. Mjög stórt þvottahús er einnig á hæðinni. Yfir þvi er skriðloft sem var endurnyjað 2023. Á palli eru svalir sem snúa til norðurs með góðu útsýni til Esjunnar og yfir borgina. Þar er einnig fyrrum útveggur með upprunalegum viðarborðum.

Kjallari:
Falleg friðsæl Íbúð með sérinngangi er staðsett í kjallara, í rúmgóðu opnu rými með fjórum gluggum, svefnherbergi, stofa og eldhús mynda eina heild. Sérsmíðaður danskur tréstigi liggur í kjallarann sem var steyptur fyrir flutninginn á húsinu árið 2005. Auðvelt er að stúka af svefnrými frá stofu. Rúmgott baðherbergi með þvottaaðstöðu er í kjallaraíbúð. Baðherbergi með sturtu, skáp undir vaski, salerni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Húsgögn geta fylgt kjallaraíbúð.
Mjög rúmgóð geymsla er einnig í kjallara. Rafmagnstafla og brunnur innan sérrýmis undir stiga.

Garður og lóð:
Aðkoma að húsinu er öll hin snyrtilegasta. Portið sem húsið stendur við er lagt með fallegri hellulögn og er vistgata. Götumyndin er einstaklega falleg, húsin í kring eru mörg hver frá sama tímabili og gefa góðan heildsarsvip. Húsið sjálft er einstaklega reisuslegt og fallegt og hafa eigendur nostrað við það af alúð. Garðurinn er með upphitaðri hellulagðri stétt að hluta og umlukinn fallegum trjám m.a. gullregni, reisulegu reynitré, sýrenu, kirsuberjatrjám, sólberja og rifsberjarunnum o.fl. Frístandi heitur pottur frá Trefjum var settur upp árið 2022, hlaðinn skjólgefandi steinveggur og falleg lýsing er umhverfis pott. Garðurinn er girtur af með 180cm hárri timburgirðingu með lýsingu. Húsið stendur á eignarlóð sem er 252 fm2. 
Köld útigeymsla er á vesturgafli húss. 


Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
  • img
    Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
    Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
    Domusnova fasteignasala
    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone
    img

    Ingunn Björg Sigurjónsdóttir

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone

    Ingunn Björg Sigurjónsdóttir

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur