Lýsing
Eignin skiptist í rúmgott anddyri, bílskúr sem innangengt er í úr anddyri, geymslu, óskráð rými, eldhús, afar rúmgóða stofu, fjögur svefnherbergi, gestasalerni, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Neðri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi, góðir skápar.
Hol: Tengir saman rými neðri hæðar og þaðan er stigi upp á efri hæð. Flísar á gólfi.
Geymsla: Geymsla er inn af holi.
Gestasnyrting: Snyrtilegt gestasalerni með upphengdu salerni sem var sett 2024 og handlaug. Flísar á gólfi.
Bílskúr: Innangengt frá forstofu í bílskúr. Fyrir framan hann og húsið er hellulagt plan með hitalögn.
Garður: Gott hellulagt plan er fyrir framan bílskúr með hitalögn. En sumarið 2024 var stóru beði mokað í burtu og útbúið stórt plan. Nýja planið er grófjafnað.
Óskráð rými: Stórt óskráð rými, sem ekki telst með í birtri stærð eignarinnar. Innangengt úr forstofu. Rýmið er ófrágengið.
Efri hæð:
Svefnherbergisgangur: Rúmgóður gangur þar sem er gengið í öll svefnherbergi, bað og þvottahús.
Barnaherbergi: Þrjú rúmgóð herbergi. Tvö þeirra eru með fataskápum sem ná upp í loft. Parket á gólfi. Búið er að færa eldhús inn í stofu og útbúa auka herbergi þar sem eldhúsið var áður. Frágangur er eftir á herberginu til þess að það sé hægt að nota það.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með fataskápum sem ná upp í loft. Parket á gólfi.
Stofa og borðstofa: Virkilega rúmgóð stofa með góðum gluggum með fallegu útsýni. Útgengt er á hellulagða verönd til vesturs frá borðstofu. Einnig er útgengt á stórar svalir til suðurs með fallegu útsýni.
Eldhús: Nýlegt eldhús með fallegri eyju sem er opin inn að stofunni. Tvöfaldur ísskápur er í innréttingu, uppþvottavél og mjög gott skápapláss.
Þvottahús: Snyrtilegt, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi: Flísalagt, með skáp, baðkar með sturtuaðstöðu.
Rúmgóð, björt og vel skipulögð fjölskyldu eign á rólegum og góðum stað í Grafarvogi. Stutt í leiksvæði, þjónustu, verslanir, skóla, íþróttahús, sundlaug og stofnbraut. Vakin er athygli á óskráðu rými í eigninni, sem býður upp á mikla möguleika.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður