Lýsing
Snjallkerfi eins og myndavéladyrasími og lyklalausar sjálfvirkar hurðaopnanir. Húsið er klædd með Cembrit sementsklæðningu og litaðri álklæðningu auk þess sem það eru ál-tré gluggar og er því húsið viðhaldslítið. Kerfi fyrir rafbílahleðslu er uppsett í bílakjallara.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is
Forstofa er með parketi á gólfi ásamt upphengi.
Stofa er með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á norðursvalir.
Eldhús er með parketi á gólfi ásamt snyrtilegri innréttingu þar sem efri skápar ná upp í loft.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi og skápum.
Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf, gólfhiti, upphengt wc, opin sturta, handklæðaofn, skúffur undir vask og speglaskápur fyrir ofan vask.
Þvottahús er inná baðherbergi þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara
Geymsla er í sameign.
Hjóla- og vagnageymslur eru tvær.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.