Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2020
52,1 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Falleg 52,1 fm 2ja herbergja íbúð við Nýbýlaveg 10 B í lyftuhúsi byggt af JÁVERK . Íbúðin er á þriðju hæð merkt 03-08. Fallegar innréttingar frá HTH, innbyggð uppþvottavél fylgir og AEG eldhústæki. Stæði í bílgeymslu fylgir eigninni. Húsið er álklætt og er leyfi til að loka svölum. Íbúðin er laus við kaupsamning. Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 57.700.000 kr.Eignin er skráð sem hér segir: Fastanr. 250-8501, nánar tiltekið eign merkt 03-08. Íbúðin er skráð 52,1 fm og sérgeymsla í sameign merkt 17 er skráð 5, fm. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu merkt E-17. Birt heildarstærð 52,1 fm. Vestursvalir eru skráðar 12,7 fm.
Nánari lýsing íbúðarinnar:
Forstofa með parketi og fataskáp. Svefnherbergi með parketi og fataskápum. Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými með parketi á gólfi. Gengið er út á 12,7 fm vestursvalir frá stofu. Baðherbergið er flísalagt á gólfi og veggjum. Innrétting er við vask og tengi er fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. Flísalögð sturta með glervegg.
Húsið var byggt árið 2020 af JÁVERK . Við hönnun hússins var tekið mið af því að lágmarka viðhaldið. Húsið er einangrað að utan, klætt með sléttu og báruðu áli og gluggar eru ál-tré. Innréttingar og eldhústæki frá Ormson - HTH innréttingar. Flísar á baðherbergjum frá Álfaborg og innihurðir frá Parka.
Húsið er staðsett miðsvæðis á höfðborgarsvæðinu. Í götunni er að finna Bónus, bakarí, veitingastaði, apótek ásamt annarri þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. jan. 2021
25.700.000 kr.
35.900.000 kr.
52.1 m²
689.060 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025