Lýsing
Miklaborg kynnir: fallega og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð í lyftuhúsi við Urriðaholtsstræti 18 í Garðabæ. Íbúðin er á 2.hæð og er 68,3 fm samkvæmt FMR ásamt 7,3 fm geymslu í kjallara. Eignin skiptist í forstofu, rúmgott svefnherbergi, baðherbergi, stofu, samliggjandi eldhúsi og borðstofu með útgengi út á svalir. Góð staðsetning í Urriðaholtinu, stutt í alla helstu þjónustu,leik-og grunnskóla, golfvöllinn og útivistarsvæði. Auk þess er stutt í marga af stærstu verslunarkjörnum höfuborgarsvæðisins.
***Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 65.450.000 kr***
***Eignin getur verið laus við kaupsamning***
Nánari upplýsingar veitir Íris Arna, löggiltur fasteignasali í síma 770-0500 eða iris@miklaborg.is
Nánari lýsing
Gengið er inn í forstofu með fataskápum og harðparketi á gólfum, þar næst kemur inn í baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu, speglaskápi, upphengdu klósetti, walk in sturtu með sturtugleri, og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Rúmgott svefnherbergi með fataskápum og harðparketi á gólfum. Björt stofa og eldhúsið er með hvítri HTH innréttingu og er samliggjandi borstofu með útgengi út á 7,2 fm suð-vestur svalir. Geymsla er 7,3 fm í kjallara með góðri lofthæð sem nýtt er sem skrifstofuherbergi í dag.
Nánari upplýsingar veitir Íris Arna, löggiltur fasteignasali í síma 770-0500 eða iris@miklaborg.is