Lýsing
Forstofa er með parketi
Eldhúsið er með með fallegri innréttingu með steini í borðum, tveimur ofnum og innbyggðri uppþvottavél. Undirlímdur vaskur og innfellt helluborð.
Svefnherbergin tvö eru með parketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með sturtuklefa og nýlegri innréttingu. Tengi fyrir þvottavél er í baðherbergi.
Stofan og borðstofan eru í björtu og fallegu rými með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir með einstöku útsýni.
Í sameign á jarðhæð er 7,1 fm sérgeymsla íbúðar. Þar er einnig að finna sameiginlegt þvottahús með þvottavél og þurrkara. Hjólageymslur eru í sameign og er ein þeirra með myndavélakerfi.
----------------------------------------------------------
Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
-------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat