Lýsing
Viltu fasteignir kynnir frábærlega staðsetta og vel skipulagða 72,6 fermetra 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð við Álfatamýri 40.
Á sölusíðu eignarinnar. er hægt að nálgast söluyfirlit ásamt öðrum sölugögnum eignarinnar.
Einni er hægt að vakta eignina og gera tilboð í hana.
Eignin skiptist í forstofu/gang, tvö svefnherbergi, stofu með suðursvölum, baðherbergi og eldhús. Í sameign er þvottahús og hjólageymsla ásamt sér 4,4m2 geymslu sem fylgir íbúðinni. Húsið hefur fengið gott viðhald gegnum tíðina.
Fasteignamat 2025 er 58.300.000 kr.-
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: Frá sameign er gengið í góða forstofu/hol með fataskáp. Parket á gólfi
Stofa: Björt og rúmgóð með. Frá stofu er gengið út á góðar suðursvalir íbúðarinnar. Parket á gólfi
Eldhús: Eldhúsið er með upprunalegri U-laga innréttingu . Ofn í vinnuhæð, gert ráð fyrir lítilli upþvottvél. Gólfdúkur á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Vaskaskápur, "labb-inn" sturtuhorn, og upphengt klósett.
Hjónaherbergi : Rúmgott og bjart með parket á gólfi og tvöföldum fataskáp.
Svefnherbergi I: Rúmgott og bjart herbergi með parket á gólfi og tvöfaldur fataskáp.
Þvottahús: Í sameign í kjallara er sameiginlegt þvottahús, hver með sína vél ásamt stóru þurrkherbergi.
Geymsla: Í sameign í kjallara er 4,4m2 geymsla með glugga.
Hjólageymsla: Sameiginleg hjólageymsla fyrir íbúa er í kjallara.Einnig er stórt herbergi sem notað er fyrir aðalfundi húsfélagsins.
Húsið: Húsið hefur fengið gott viðhald síðustu ár.
Þakklæðning var endurnýjuð 2006-7.
Fráveitulagnir endurnýjaðar í stétt fyrir framan hús, snjóbræðsluleiðslur í stétt svo ekki festi snjó og bílastæði malbikað 2014-15.
Allir gluggar, svalahurðir og kjallarahurðir endurnýjaðar og einnig húsið múrviðgert og málað 2017-18.
Stigagangur: Teppi var endurnýjað og skipt í brunavarnarhurðir á stigagangi 2008, einnig var stigagangur málaður árið 2020. Dyrasímakerfi stigagangs endurnýjað 2019.
Frábært tækifæri til að eignast 3ja herbergja íbúð í góðu húsi miðsvæðið í Reykjavík
Væntanlegum kaupendum er bent á að um er að ræða dánarbú og eignin er að talsverðu leyti upprunaleg. Frábært tækifæri til að innrétta eftir eigin höfði.
Nánari upplýsingar veitur Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í 845-9000 eða heidrekur@viltu.is
Nánari upplýsingar í síma 5835000 eða hvad@viltu.is
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið.
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.