Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Þórey Ólafsdóttir
Andri Freyr Halldórsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1984
svg
208,7 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir  fallegt 208,7 m2  einbýlishús á einni hæð með góðri lofthæð ásamt bílskúr að Háseylu 27 í Njarðvík. Góð staðsetning í innra hverfi þar sem stutt er í skóla og leikskóla. Eignin er staðsett í litlum botnlanga. Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn skráður 156,9 m2 auk 51,8 m2 bílskúrs. Fasteignamat 2026 verður 106.200.000

* 2022 voru allir gluggar ( fyrir utan litla efri glugga )  á suðurhlið endurnýjaðir og allar hurðir í húsinu endurnýjaðar.
* 2024 voru settir 10 úti rafmagnstenglar allt í kringum húsið 
* 2025 var baðherbergið endurnýjað frá A-Ö
* 2025 Ný led ljós í alrými með snjallstýringu
* kaldavatsnlagnir endurnýjaðar fyrir nokkrum
árum
* Flestir ofnar hafa verið endurnýjaðir
* Á þaki er litað járn, þakið var yfirfarið og endurskrúfað 2021


Nánari lýsing eignar
Forstofa með náttúruflísum flísum á gólfi og fataskáp.
Gestasalerni er inn af forstofu með flísalögðu gólfi , salerni og vaskur með spegli fyrir ofan.
Eldhús með parketi á gólfi. Þar er falleg sérsmíðuð eikar innrétting með granít borðplötum og stórri eyju með keramik og span helluborði, nýlegur ofn í vinnuhæð, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Stofa / borðstofa með  parketi á gólfi og útgengi út á timburverönd með skjólveggjum og heitum potti.
Sjónvarpsstofa með parketi á gólfi , gert er ráð fyrir arni.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Þar eru upptekin loft,  góður fataskápur og útgengt út á verönd með skjólveggjum til austurs.
Barnaherbergin þrjú eru með parketi á gólfum. Í tveimur þeirra eru upptekin loft og búið að útbúa svefn/leik aðstöðu ofan við hurðina. Í einu herberginu er tröppur niður í herbergi sem var áður hluti af bílskúr.
Baðherbergið er rúmgott og nýlega endurnýjað með flísalögðu gólfi og veggjum, led lýsing í lofti og kverkum, walk-in sturta með innbyggðum blöndunartækjum frá Tengi, hvít innrétting með fallegum spegli með fallegri led lýsingu. Upphengt salerni og handklæðaofn.
Bílskúr með máluðu gólfi. Þar er búið að útbúa þvottaaðstöðu. Geymsluloft er yfir skúrnum að hluta. Innangengt frá barnaherbergi sem tengist bílskúrnum.  

Innkeyrsla og stétt er munsturstimpluð og eru með hitalögn. Teslu rafhleðslustöð fylgir. Garðurinn að framanverðu er hannaður af Stanislas Bohic landslags arkitekt. Góð suðurverönd er við húsið með heitum potti.

Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. apr. 2016
32.500.000 kr.
35.000.000 kr.
208.7 m²
167.705 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone