Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2019
99,8 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Lýsing
-Aukin lofthæð
-Einkastæði í bílakjallara
-Gólfhiti á baðherbergi
-Lyftuhúsnæði, innangengt úr bílakjallara
Ósköp vel skipulögð þriggja herbergja endaíbúð á jarðhæð.
Íbúðin er mjög falleg og stílhrein og skráð 99,8 fm samkvæmt HMS.
Öll rými eru rúmgóð, smekklega hönnuð og með aukinni lofthæð.
Húsið er nýlega klætt að utan og gler á framhlið hússins er með fallegri dekkingu.
Alrýmið og svefnherbergi eru parketlögð með flæðandi parketi en votrými eru fallega flísalögð.
Sérlega snyrtileg sameign með myndavéladyrasími í anddyri.
Flísalagður inngangur með lyftu og teppalögðum stigagangi.
Eignin hentar vel fyrir fjölbreyttan hóp kaupenda sem leitar að notalegu og stílhreinu heimili í nýlegu og góðu umhverfi.
-ATH fasteignamat 2026 er 79.900.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:
Ævar Jóhanns Lgf. s: 861-8827 / aj@palssonfasteignasala.is
Lýsing íbúðar:
Gengið er inn í stóra parketlagða forstofu með góðum fataskápum sem klæða heilan vegg.
Á hægri hönd er stórt og sérstaklega notalegt baðherbergi með gólfhita undir sjarmerandi flísum. Walk-in sturta með loftháu sturtugleri og góðum blöndunartækjum. Spegill með innfelldri lýsingu er fyrir ofan vask sem er á fallegri hvítri innréttingu með góðu skúffuplássi. Upphengt salerni. Einnig eru upphengdir skápar fyrir ofan þvottaaðstöðu en tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara eru inn á rúmgóðu baðherberginu.
Inn af forstofu er stórt hol sem notað er fyrir borðstofu.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu með steinborðplötu, ofn í vinnuhæð og innfelldum ísskáp. Eyja tengir saman alrýmið og er með góðu skúffuplássi, steinborðplötu með sætisaðstöðu, spanhelluborði og upphengdum háf með lýsingu.
Stofan er rúmgóð og úr alrýminu er útgengt út á kósý svalir út um fallega rennihurð.
Svefnherbergin eru tvö. Bæði með góðu skápaplássi og annað með heilan skápavegg.
9,8 fm sérgeymsla með aukinni lofthæð er í kjallara ásamt stórri sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Einkabílastæði er í bílakjallara með möguleika til að setja upp hleðslustöð.
Staðsetningin hentar vel fyrir bæði náttúru og tengingu við stofnbrautir, bæði Sæbraut og Miklubraut.
Göngufært er yfir á smábátahöfnina og útivistasvæðið Geirsnef.
Stutt í alla helstu þjónustu, bæði við Holtagarða og upp í Skeifu.
Laugardalur einnig skammt undan og með nýju göngubrúnni þarf ekki að fara yfir umferðarþungar götur til að fara þangað.
Verið velkomin í opið hús og undirbúin fyrir að láta heillast.
www.eignavakt.is
www.verdmat.is
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
-Einkastæði í bílakjallara
-Gólfhiti á baðherbergi
-Lyftuhúsnæði, innangengt úr bílakjallara
Ósköp vel skipulögð þriggja herbergja endaíbúð á jarðhæð.
Íbúðin er mjög falleg og stílhrein og skráð 99,8 fm samkvæmt HMS.
Öll rými eru rúmgóð, smekklega hönnuð og með aukinni lofthæð.
Húsið er nýlega klætt að utan og gler á framhlið hússins er með fallegri dekkingu.
Alrýmið og svefnherbergi eru parketlögð með flæðandi parketi en votrými eru fallega flísalögð.
Sérlega snyrtileg sameign með myndavéladyrasími í anddyri.
Flísalagður inngangur með lyftu og teppalögðum stigagangi.
Eignin hentar vel fyrir fjölbreyttan hóp kaupenda sem leitar að notalegu og stílhreinu heimili í nýlegu og góðu umhverfi.
-ATH fasteignamat 2026 er 79.900.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:
Ævar Jóhanns Lgf. s: 861-8827 / aj@palssonfasteignasala.is
Lýsing íbúðar:
Gengið er inn í stóra parketlagða forstofu með góðum fataskápum sem klæða heilan vegg.
Á hægri hönd er stórt og sérstaklega notalegt baðherbergi með gólfhita undir sjarmerandi flísum. Walk-in sturta með loftháu sturtugleri og góðum blöndunartækjum. Spegill með innfelldri lýsingu er fyrir ofan vask sem er á fallegri hvítri innréttingu með góðu skúffuplássi. Upphengt salerni. Einnig eru upphengdir skápar fyrir ofan þvottaaðstöðu en tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara eru inn á rúmgóðu baðherberginu.
Inn af forstofu er stórt hol sem notað er fyrir borðstofu.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu með steinborðplötu, ofn í vinnuhæð og innfelldum ísskáp. Eyja tengir saman alrýmið og er með góðu skúffuplássi, steinborðplötu með sætisaðstöðu, spanhelluborði og upphengdum háf með lýsingu.
Stofan er rúmgóð og úr alrýminu er útgengt út á kósý svalir út um fallega rennihurð.
Svefnherbergin eru tvö. Bæði með góðu skápaplássi og annað með heilan skápavegg.
9,8 fm sérgeymsla með aukinni lofthæð er í kjallara ásamt stórri sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Einkabílastæði er í bílakjallara með möguleika til að setja upp hleðslustöð.
Staðsetningin hentar vel fyrir bæði náttúru og tengingu við stofnbrautir, bæði Sæbraut og Miklubraut.
Göngufært er yfir á smábátahöfnina og útivistasvæðið Geirsnef.
Stutt í alla helstu þjónustu, bæði við Holtagarða og upp í Skeifu.
Laugardalur einnig skammt undan og með nýju göngubrúnni þarf ekki að fara yfir umferðarþungar götur til að fara þangað.
Verið velkomin í opið hús og undirbúin fyrir að láta heillast.
www.eignavakt.is
www.verdmat.is
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. mar. 2020
23.250.000 kr.
47.000.000 kr.
96.5 m²
487.047 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025