Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Óskar Rúnar Harðarson
Jason Guðmundsson
Þröstur Þórhallsson
Ólafur Finnbogason
Kjartan Ísak Guðmundsson
Gústaf Adolf Björnsson
Viðar Böðvarsson
Rakel Viðarsdóttir
Vala Georgsdóttir
Ragnheiður Pétursdóttir
Böðvar Þ. Eggertsson
Vista
raðhús

Langholtsvegur 116A

104 Reykjavík

145.000.000 kr.

670.986 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2021493

Fasteignamat

131.350.000 kr.

Brunabótamat

96.330.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1966
svg
216,1 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
svg
Bílastæði

Lýsing

Miklaborg kynnir: Raðhús teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Húsið er á þremur hæðum við Langholtsveg 116 A í Reykjavík. Heildarstærð 216,1 m² og þar af er innbyggður bílskúr 20,0 m². 4 svefnherbergi. 3 stofur. 2 snyrtingar. Garðskáli, suðursvalir og suðurgarður.

Leitið upplýsinga hjá Friðrik s. 616 1313

NÁNARI LÝSING: Á jarðhæð er bílskúr og þar við hlið er gengið inn í þvottahús. Innangengt er í bílskúrinn úr stórri gluggalausri geymslu inn af þvottahúsi. Af bílaplani er gengið upp tröppur á 1. hæð. Komið inn í anddyri og er gestasnyrting þar inn af. Komið inn í lítið hol/skála. Á vinstri hönd er eldhús með upprunalegum innréttingum og til hægri er stigi upp á efri hæð og dyr í stigagang niður á jarðhæð. Gengið áfram inn í stofur. Á efri palli er stór stofa sem nýtt er sem borðstofa og sjónvarpsstofa. Gengið niður 2 tröppur í setustofu með glugga mót suðri. Útgengi úr stofu í lokaðan flísalagðan garðskála sem áður var sólarhorn sunnan við húsið. Komið er að viðhaldi á garðskála. Gróinn sólríkur garður mót suðri. Á efstu hæð er komið upp á herbergja gang með 4 svefnherbergjum og baðherbergi. Stórt hjónaherbergi með upprunalegum skápum og tvö minni svefnherbergi sem snúa á móti suðri. Útgengi á ca.17 m2 suðursvalir sem eru ofan á setustofu úr fremsta herberginu. Leyfi hafa fengist til að byggja yfir svalirnar í nálægum húsum . Norðan megin á hæðinni eru stórt svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og sturtu.

Gólfefni eru: Eikarparket á 1. hæð en harðparket á herbergjum efri hæðar. Flísar á baðhergergjum og forstofu. Teppi á stiga og gangi efri hæðar. Máluð gólf á jarðhæð..

Húsið hefur fengið nokkurt viðhald. Frárennslislagnir í raðhúsalengjunni yfirfarnar út í götu 2020. Sett plast í rörin og stammar skoðaðir. Skipt um járn á þaki 2022 og þakkkantar endurnýjaðir. Múrviðgerð og málun framkvæmd 2022.

Góð eign á sérlega vinsælum stað þar sem stutt er í alla þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg.fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is

Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík
Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík