Lýsing
Miklaborg kynnir: Raðhús teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Húsið er á þremur hæðum við Langholtsveg 116 A í Reykjavík. Heildarstærð 216,1 m² og þar af er innbyggður bílskúr 20,0 m². 4 svefnherbergi. 3 stofur. 2 snyrtingar. Garðskáli, suðursvalir og suðurgarður.
Leitið upplýsinga hjá Friðrik s. 616 1313
NÁNARI LÝSING: Á jarðhæð er bílskúr og þar við hlið er gengið inn í þvottahús. Innangengt er í bílskúrinn úr stórri gluggalausri geymslu inn af þvottahúsi. Af bílaplani er gengið upp tröppur á 1. hæð. Komið inn í anddyri og er gestasnyrting þar inn af. Komið inn í lítið hol/skála. Á vinstri hönd er eldhús með upprunalegum innréttingum og til hægri er stigi upp á efri hæð og dyr í stigagang niður á jarðhæð. Gengið áfram inn í stofur. Á efri palli er stór stofa sem nýtt er sem borðstofa og sjónvarpsstofa. Gengið niður 2 tröppur í setustofu með glugga mót suðri. Útgengi úr stofu í lokaðan flísalagðan garðskála sem áður var sólarhorn sunnan við húsið. Komið er að viðhaldi á garðskála. Gróinn sólríkur garður mót suðri. Á efstu hæð er komið upp á herbergja gang með 4 svefnherbergjum og baðherbergi. Stórt hjónaherbergi með upprunalegum skápum og tvö minni svefnherbergi sem snúa á móti suðri. Útgengi á ca.17 m2 suðursvalir sem eru ofan á setustofu úr fremsta herberginu. Leyfi hafa fengist til að byggja yfir svalirnar í nálægum húsum . Norðan megin á hæðinni eru stórt svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og sturtu.
Gólfefni eru: Eikarparket á 1. hæð en harðparket á herbergjum efri hæðar. Flísar á baðhergergjum og forstofu. Teppi á stiga og gangi efri hæðar. Máluð gólf á jarðhæð..
Húsið hefur fengið nokkurt viðhald. Frárennslislagnir í raðhúsalengjunni yfirfarnar út í götu 2020. Sett plast í rörin og stammar skoðaðir. Skipt um járn á þaki 2022 og þakkkantar endurnýjaðir. Múrviðgerð og málun framkvæmd 2022.
Góð eign á sérlega vinsælum stað þar sem stutt er í alla þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg.fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is