Opið hús: Dunhagi 17, 107 Reykjavík, Íbúð merkt: 04 01 01. Eignin verður sýnd mánudaginn 17. nóvember 2025 milli kl. 16:00 og kl. 16:30.
Lýsing
Í stigaganginum eru 8 íbúðir. Tvær geymslur fylgja í kjallara, önnur rúmgóð og hin minni. Sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Eigin er mikið til upprunaleg og þarfnast viðhalds að innan.
Nánari lýsing:
Gangur: Parketlagt hol. Stórt fataherbergi er inn af holi og einnig lítil geymsla/fataskápur.
Fataherbergi: Við endan á ganginum er rúmgott fataherbergi með góðum skápum.
Stofa: Björt stofa með fallegum suðaustursvölum.
Svefnherbergi II: Inn af stofu er rúmgott svefnherbergi, möguleiki að taka vegg niður og stækka stofuna.
Eldhús: Upprunaleg innrétting, eldavélasamstæða, tengi fyrir uppþvottavél einnig er góður gluggi í eldhús rýminu.
Hol: Lítið hol er fyrir framan hjónaherbergið og baðherbergið. Þar er innbyggður fataskápur.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi sem er parketlagt.
Svefnherbergi I: Rúmgott svefnherbergi með glugga sem snýr að garði.
Baðherbergi: upprunalegt baðherbergi, baðkar með sturtuaðstöðu, salerni og upprunalegri innréttingu.
Geymsla: Rúmgóð geymsla er í kjallara.
Eignin er mikið til upprunaleg og þarfnast viðhalds að innan, gólfefni er ónýtt.
Framkvæmdir sem takmarkast við stigagang Dunhaga 17:
- 2016: Skipt um dyrasímakerfi.
- 2016: Nýir gluggar á stigagangi.
- 2018: Ný rafmagnstafla.
- 2019: Stigagangur endurnýjaður (teppi, málun, nýir tenglar og rofar)
Framkvæmdir á vegum húsfélags Dunhaga 11-17:
– 2013: Skólplagnir fóðraðar.
– 2015: Gluggaskipti hófust.
– 2020: Dregið nýtt rafmagn ásamt nýjum tenglum í sameiginlegum þvottahúsum og geymslugangi.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður