Lýsing
Sérlega björt og smekkleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjölskylduvænu og vinsælu hverfi í Grafarvogi.
Eignin Gullengi 5 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-9285, birt stærð 105.9 fm. og hefur verið endurnýjuð á síðustu misserum með vönduðum efnum og góðu handbragði.
Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, rúmgóða stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslubúr
Stofan er björt og rúmgóð með útgengi á stóran suðurpall með skjólveggjum, sem nýtist einstaklega vel yfir sumartímann.
Svefnherbergin eru bæði björt og rúmgóð, með nýlega endurnýjuðum fataskápum.
Eldhúsið hefur verið nýlega endurnýjað með nútímalegri innréttingu og góðu vinnuplássi.
Úr eldhúsinu er aðgengi að búri, sem nýtist vel sem geymslu- eða matarforðageymsla.
Þvottahús er einnig innan íbúðar, sem gerir rýmið þægilegt og vel skipulagt.
Baðherbergið er flísalagt, með sturtu og hita í gólfi.
Endurbætur og viðhald
- Eldhús endurnýjað
- Ný gólfefni lögð
- Fataskápar í svefnherbergjum endurnýjaðir
- Baðherbergi endurnýjað nýlega
- Húsið málað að utan 2024
Nærumhverfi
Gullengi 5 er í fjölskylduvænu og rólegu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Í göngufæri eru leik- og grunnskólar (Engjaskóli og Rimaskóli), Borgarholtsskóli, verslanir og þjónusta í Spönginni, auk Grafarvogslaugar og íþróttasvæða.
Gróið og friðsælt hverfi með góðum göngu- og hjólaleiðum og stutt í náttúruna.
Nánari upplýsingar veitir Mirabela Aurelia Blaga, löggiltur fasteignasali, í síma 699-0911, tölvupóstur mirabela@trausti eða Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 eða tölvupóstur
kristjan@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.