Lýsing
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu og stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sér þvottahús. Stórar 16,8 fm svalir í suðaustur með miklu útsýni.
Birt stærð íbúðarinnar er 80,8 fm og þar af er geymsla 5,8 fm. Stutt í alla þjónustu skóla, leikskóla, íþróttasvæði, útivist og verslanir.
Nánari upplýsingar má fá hjá fasteigansala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.is
Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskáp.
Í björtu opnu alrými eru eldhús, borðstofa og stofa, parket á gólfi. Úr stofu er gengið út á stórar suðaustur svalir með miklu útsýni.
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Barnaherbergi er rúmgott með góðum skápum, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt, góð innrétting, sturta og upphengt wc.
Þvottahús er innaf eldhúsi, innréttingu með skolvaski, flísar á gólfi og gluggi.
Í kjallara er sérmerkt stæði íbúðar í upphitaðri bílageymslu, tengi fyrir rafmagnsbíl í stæði.
Sérgeymsla íbúðar í kjallara.
Hjóla og vagnageymsla er í sameign. Myndavélakerfi er í húsinu og í bílakjallara. Sameiginlegur garður með leiksvæði er við húsið. Næg bílastæði á lóð.
Krónan, matvöruverslun er í næsta húsi og mikil nálægð við útivist, íþróttir og þjónustu. Skólar og leikskólar í göngufæri.
Húsið var byggt 2018 og er klætt að utan með álklæðningu.
Bílastæði í lokuðum bílakjallara, Sameiginlegt þvottastæði fyrri íbúa.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður