Lýsing
**** Laus við kaupsamning *****
Eignin er skráð 60,3 fm. skv. Fasteignská HMS, þeir fermetrar er allir innan íbúðarinnar. Fasteignamat ársins 2026 verður kr. 57.250.000
Húsið, sem var tekið í gegn á smekklegan hátt árið 2017 og þriðju hæðinni bætt við, er staðsett í grónu hverfi á frábærum stað þar sem blandað er saman íbúðum og þjónustu. Í nánasta umhverfi má finna flesta þá þjónustu sem fólk þarf á að halda. Gönguleiðir, hjólreiðastígar og falleg útivistarsvæði eru í næsta nágrenni.
Þetta er skmmetilega hönnuð borgaríbúðir með mikilli lofthæð, gólfsíðum gluggum, sérsmíðum háum hurðum og sérsmíðuðum innréttingum eftir teikningum Studio Granda sem einnig sá um alla hönnun hússins að innan sem utan.
Nánari lýsing;
Komið er inn í opna forstofu/hol með fataskáp.
Stofan er opin og björt með gólfsíðum gluggum, gengið er út á 12 fm. svalir frá stofunni.
Eldhús er með fallegri, sérsmíðaðri, innréttingu og ljósum undir yfirskápum, borðplata úr stáli, tengi fyrir uppþvottavél.
Svefnherbergi er rúmgott, inn af því er rúmgott fataherbergi/ geymsla.
Baðherbergi er flísalagt með fallegum mósaík flísum frá Cinca, ásamt góðum skápum í sama stíl og eldhúsinnréttingin.
Upphengt salerni, stór sturta með glerskilrúm, innfelld blöndunartæki í sturtu frá Grohe og handklæðaofn. Góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Sameign er stílhrein og fallega hönnuð sameign. Á jarðhæð er rúmgóð sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. 70 fm hellulagðar þaksvalir til suðurs sem eru sameign.
Þaksvalir - 70 fm hellulagðar þaksvalir til suðurs tilheyra sameign. Á jarðhæð er rúmgóð sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Allar upplýsingar veitir: Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasi í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.