Upplýsingar
Byggt 2025
50,1 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Nýbyggingarverkefni við Vesturgötu 30d, 101 Reykjavík sem er blanda af nýbyggingum og friðuðu uppgerðu húsi sem fær nýtt líf. Verkefnið er hannað af Grímu arkitektum.Glæsileg 2. herb. íbúð í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Nýtt steinsteypuhús klætt með Douglas timbri. Útgengt úr svefnherbergi út á svalir. Íbúðin afhendist fullbúin með vönduðum innréttingum, eldhústækjum og gólfefnum.
Bókið skoðun. Sýnum samdægurs. Allar upplýsingar gefa Kjartan Hallgeirsson, sími 824-9093, kjartan@eignamidlun.is og Unnar Kjartansson, sími 867-0968, unnar@eignamildun.is
Um er að ræða nánar tiltekið íbúð 101 við Vesturgötu 30d, 2. herbergja. Íbúðin er skráð 50,10 fm. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús og stofu í alrými, svalir, svefnherbergi og baðherbergi.
- Eldhús með sérsmíðaðri innréttingu. Eldhúsið er fullbúið með spanhelluborði, bakaraofn, uppþvottavél og ísskáp með frysti. Öll heimilistæki eru frá Siemens. Vaskur og blöndunartæki eru frá Ísleifi Jónssyni.
- Baðherbergi með sérsmíðaðri innréttingum. Gólf eru flísalögð og veggir að lofti. Innbyggður vatnskassi og upphengt salerni. Vaskar, blöndunartæki og öll önnur hreinlætistæki eru frá Ísleifi Jónssyni.
- Íbúðin afhendist með terrazzo á gólfi.
- Ál/tré gluggar. Innihurðar eru yfirfelldar, sléttar og sprautulakkaðar hvítar frá Agli Árnasyni.
- Íbúðin er upphituð með gólfhita.
- Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi.
Lóð verður fullfrágengin. Stéttir inn á lóð verða hellulagðar og með snjóbræðslulögn.
Áhugasömum er bent á að biðja um skilalýsingu hjá fasteignasala fyrir nánari upplýsingar.
Vakin er athygli á að myndirnar í auglýsingunni eru tölvugerðar og endurspegla ekki endilega útlit íbúðarinnar sem hér um ræðir.
Nánari upplýsingar veita:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, sími 867-0968, unnar@eignamildun.is
Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali, sími 824-9093, kjartan@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook