Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1988
186 m²
6 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 10. desember 2025
kl. 17:00
til 17:30
Verið velkomin á opið hús miðvikudaginn 10. desember á milli kl 17:00 og 17:30. Fasteignasali tekur vel á móti áhugasömum.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsileg 6 herbergja hæð á góðum og eftirsóttum stað í Hlíðunum. Björt og vel skipulögð eign. Aukin lofthæð, harðviður á gólfum, gólfsíðir gluggar, tvennar svalir. Sérmerkt bílastæði í lokuðum bílakjallara. Eignin er skráð 186,0 fm þar af íbúð 162,7 fm, geymsla 7,3 fm og bílastæði 16,0 fm.Íbúðin skiptist í 4 rúmgóð svefnherbergi, bjarta stofu sem er í opnu rými með borðstofu, eldhús, 2 baðherbergi, þvottahús innan íbúðar og sérgeymslu í sameign.
**Smelltu hér til að sækja söluyfirlit**
Nánari lýsing:
Anddyri: Komið er inn í rúmgott anddyri með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Gestasalerni: Flísalagt í hólf og gólf, innrétting undir handlaug, innfelld Vola blöndunartæki, sturta með hertu glerskilrúmi, upphengt salerni og handklæðaofn.
Stofa: Björt og rúmgóð með útgengi á stórar og flísalagðar yfirbyggðar suðursvalir. Fallegir gólfsíðir gluggar, parket á gólfi.
Borðstofa: Opin með stofu. Björt með fallegum gólfsíðum gluggum. Gert ráð fyrir arni. Parket á gólfi.
Eldhús: Falleg dökk innrétting með góðu skápa- og vinnuplássi og ofni í vinnuhæð. Stórt helluborð og vifta. Gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp. Góður borðkrókur. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðu skápaplássi. Útgengt á stórar og flísalagðar yfirbyggðar suðvestursvalir. Parket á gólfi.
Herbergi II: Rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Herbergi III: Rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Herbergi IIII: Rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja. Baðkar með sturtuaðstöðu, góð innrétting, speglar með lýsingu, upphengt salerni og handklæðaofn. Hannað af Rut Káradóttur.
Þvottahús: Flísar á gólfi, stæði fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur, handklæðaofn og gott skápa- og vinnupláss.
Geymsla: Sérgeymsla í sameign (7,3 fm).
Bílastæði: Sérmerkt bílastæði í lokum bílakjallara. Stæði merkt 020005. Rafdrifin hurð og innangengt í stigahús.
Hjóla- og vagnageymsla: Sameiginleg í sameign.
Búið er að leggja rafhleðsustöðvar við bílaplan.
Virkilega falleg og vel staðsett hæð í Hlíðunum. Stutt í alla þjónustu og verslanir, hjóla- og útivistarsvæði og grunn- og framhaldsskólar í göngufæri.
Fasteignamat 2026: 127.200.000 kr.
Nánari upplýsingar veita:
Oddný María Kristinsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 777-3711, tölvupóstur oddny@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 824-9093, tölvupóstur kjartan@eignamidlun.is og
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
6. júl. 2006
30.795.000 kr.
44.000.000 kr.
186 m²
236.559 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025