Lýsing
Eignin skiptist í eldhús, stofu og þvottahús á neðri hæð og á efri hæð er sjónvarpshol(möguleiki að breyta í herbergi), tvö svefnherbergi, baðherbergi og hol. Rúmgóðu bílskúr á 1.hæð. Sérgeymsla í sameign. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innnan.
Eignin er skráð skv. HMS 113,1 m2, neðri hæð: 33,8 m2, risloft: 44,1 m2 og bílskúr 25,3 m2
Neðri hæð:
Anddyri: Komið er inn í anddyri með fataskáp sem er opið inn að stofu.
Stofa: Björt og góð stofa með útgengt á mjög stórar svalir sem snúa til suðurs með glæsilegu útsýni.
Eldhús: Eldhúsið hefur nýlega verið endurnýjað með fallegri innréttingu, góðum eldunartækjum. Eldhúsið er opið inn að stofu.
Þvottahús: Inn af anddyri er þvottahús.
Hringstigi liggur upp á efri hæð.
Efri hæð:
Komið er upp í opið rými.
Sjónvarpshol: Rúmgott sjónvarpsrými er í opnu rými frá holi. Möguleiki er að útbúa þriðja svefnherbergið úr sjónvarpsholinu.
Hjónaherbergi: Að hluta undir risi. góður gluggi og innskot fyrir fataskáp. Parket á gólfi.
Barnaherbergi: Að hluta undir risi. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Fallegt nýlega endunýjað baðherbergi með hvítum flísum, fallegri innréttingu, walk in sturtu með glerskilrúmi. góð lofthæð er inn á baðherbergi.
Sameign: Sérgeymsla(9,9 fm) er í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Bílskúr: Mjög rúmgóður 25,3 fm bílskúr. Skúrinn er staðsettur næst inngangi og er með gott bílastæði beint fyrir framan hann.
Um er að ræða virkilega fallega og mikið endurnýjaða eign sem vert er að skoða. Leikskólinn Sunnufold er handan við húsið og göngufæri er í Foldaskóla. Einnig er göngufæri í verslanir og þjónustu á Foldatorgi og eru undirgöng undir Fjallkonuveg. Stutt í Grafarvogslaug, kirkju o.fl.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður