Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1978
78,3 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð með tvennum suðursvölum. Innangengt er í sameiginlegan bílakjallara úr stigahúsi með nægum bílastæðum. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að hluta og getur verið laus fljótlega.Nánari lýsing:
Komið er inn í opið rými, stofu og borðstofu. Nýir fataskápar eru við inngang og parket á gólfi. Stofan er björt og með góðum gluggum. Gengið er út á suðursvalir frá stofu. Eldhúsið er snyrtilegt og með innréttingum á tveimur veggjum og litlum borðkrók. Hægt er að ganga í eldhús úr stofu og af gangi. Gluggi er á eldhúsi. Baðherbergið er snyrtilegt með hvítri innréttingu, vaski, nýju upphengdu klósetti, baðkari með sturtu og flísum á gólfi.Tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfi. Hjónaherbergið er með fataskáp og er útgengt úr herberginu á aðrar suður svalir.
Sér geymsla er í kjallara. Í kjallara er einnig sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi. Þar eru einnig sameiginlegar hjóla- og vagnageymslur.
Ofan á bílakjallara er verið að standsetja nýjan sameiginlegan garð á vegum Kópavogsbæjar sem verður tilbúinn á næstu mánuðum. Geislagarðurinn.
Staðsetningin er góð og miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, strætóleiða ofl.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. ágú. 2023
50.600.000 kr.
51.000.000 kr.
78.3 m²
651.341 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025