Lýsing
Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, finnbogi@heimili.is
Falleg og vel skipulögð neðri sérhæð ásamt rúmgóðum bílskúr. Fjögur svefnherbergi, stórt hol og tvær stofur ásamt aukaherbergi og snyrtingu í kjallara. Tvennar svalir, aðrar út frá stofu og hinar út frá hjónaherbergi. Aukin lofthæð er í íbúðinni.
Komið er inn í flísalagt anddyri. Rúmgott forstofuherbergi með parketi. Stórt hol með parketi og góðum skápum. Holið er í miðju íbúðarinnar og tengir saman önnur rými. Björt rúmgóð stofa með parketi á gólfi, útgengi út á fallegar bogadregnar svalir í suður. Borðstofa er parketlögð og tengd stofunni, falleg innfelld rennihurð er á milli stofanna. Stórt eldhús með dúk á gólfi, hvít eldri innrétting, tengi fyrir uppþvottavél, tveir gluggar færa fallega birtu inn í eldhúsið. Tvö barnaherbergi með parketi. Hjónaherbergi með parketi og fataskápum, útgengt út á morgunsvalir í austur. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, gluggi og baðkar.
Í kjallara er parketlagt herbergi/geymsla með aðgangi að snyrtingu sem fylgir íbúðinni. Sameignlegt þvottahús þar sem hver með sína vél. Bílskúrinn er sá sem er hægra meginn. Hann er fullbúinn með hita, heitu og köldu vatni. Nýleg rafmagnstafla og 3ja fasa rafmagn. Tveir gluggar til austurs ásamt sér inngönguhurð. Bílastæði fylgir fyrir framan bílskúrinn. Gangstétt að húsi og innkeyrsla að bílskúrum er með lokuðu snjóbræðslukerfi með varmaskipti. Hitaþráður er í niðurföllum á svölum íbúðar og rennu á bílskúr.
Húsið er í almennt mjög góðu ástandi. Árið 2023 lauk viðamiklum viðhaldsframkvæmdum á ytra byrði hússins þ.e. múrviðgerðir og málun á húsi og bilskúr, þak á húsi málað, skipt var um stofuglugga er tilheyrir íbúðinni en annars gert við aðra glugga eins og þurfti. Svalagólf voru rakavarin. Ofnar hafa verið endurnýjaðir sem og rafmagnstafla íbúðarinnar. Frárennsli og dren endurnýjað 2005.
Vel skipulögð og falleg eign á sérlega góðum stað á Laugarnesinu. Göngufæri í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla, leikskóla og íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns í Laugardal. Stutt í Kaffi Laugalæk, Pylsumeistarann, Brauð og Co, Fiskbúðina, Ísbúðina, Laugardalslaugina, World Class, Kaffi Flóru, Heilsugæsluna á Kirkjusandi og alla útivist í Laugardalnum.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.