Lýsing
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 78,7fm. og þar af er bílskúr (stúdíóíbúð) skráður 25,4fm.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús með L-laga innréttingu, efri og neðri skápum með flísum á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð, ofn, gufugleypir og flísar á gólfi.
Stofa rúmgóð og björt meðparket á gólfi. Frábært útsýni er úr stofunni yfir Fossvogsdalinn og Esjuna.
Svefnherbergi er meðgóðu skápaplássi og parket á gólfi. Útgengt er út á suður svalir úr herberginu.
Baðherbergi er með sturtuklefa, gólf er flísalagt sem og sturtuklefinn, handklæðaofn, gluggi og innrétting, tengi fyrir þvottavél.
Geymsla íbúðar er á jarðhæð og er ekki inn í skráðum fermetrum með kork á gólfi og glugga. Geymslan getur nýst sem vinnuherbergi.
Bílskúr fylgir eigninni sem búið er að breyta í stúdíóíbúð og er í traustri útleigu í dag.
Sameign: sameiginlegt þvottahús
Upplýsingar um endurbætur frá eigendum:
2020: Húsið var múrviðgert og málað að utan
2019: íbúðin var máluð að innan og settur Pax fataskápur í svefnherbergi.
2013-2015: var eldhús, baðherbergi, gólfefni og innihurðar endurnýjaðar sem og töluvert af rafmagni.
Þak var endurnýjað fyrir ca 20 árum.
Staðsetning og nærumhverfi:
Einstök staðsetning á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í margar af helstu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Íbúðin er vel staðsett nálægt Fossvogsdalnum þar sem stutt er að fara í Nauthól - Fossvog - Elliðarárdal - Heiðmörk. Mjög gott útivistarsvæði að Svartaskógi og hægt að hjóla niður í Elliðarárdal, hægt er að fara út að hlaupa eða ganga frá íbúð, það eru göngustígar upp í Heiðmörk og niður í Nauthólsvík. Einnig er stutt í Kópavogsdalinn þar sem hinn frægi himnastigi er fyrir þá sem vilja reyna á þolið. Einnig er mikil þjónusta á Nýbýlavegi og Hamraborg sem eru bæði í göngufæri. Stutt í Sundlaugs Kópavogs
Samantekt:
Um er að ræða mikið endurnýjaða, vel skipulagða og fallega eign á frábærum stað í Kópavogi þar sem stutt er að nálgast helstu þjónustu. Einstakt tækifæri að eignast 2ja herbergja íbúð með stúdíóíbúð sem auðveldar að greiða af eigninni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfaningu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.