Lýsing
Íbúðin er á annarri hæð og er skráð 202,1fm., hjá HMS.
Í húsinu eru þrjár íbúðir á annarri, þriðju og fjórðu hæð. Á fyrstu hæð eru verslunar- og þjónusturými.
Gólfefni: Öll íbúðin er með heillímdu eikarparketi á gólfi. Í anddyri, eldhúsi og á baði eru flísar.
Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagt anddyri með góðum skáp og fatahengi. Úr anddyri er gengið annaðhvort inn að svefnherbergjum eða inní eldhús/stofu.
Þrjú stór herbergi eru í íbúðinni, eitt af þeim er nýtt sem skrifstofa. Fallegt eikarparket á öllum herbergjum og gangi.
Eldhús og stofa eru í opnu rými.
Mikil eldhúsinnrétting með stórri eyju. Borðplata á eyjunni er úr þykkum stein. Hægt er að sitja við eyjuna.
Flísar afmarka eldhúsið frá stofunni. Tæki í eldhúsi eru í sérflokki, Kitchenaid ofn, örbylgjuofn, uppþvottavél, gashelluborð og hávur.
Stór vaskur með góðum blöndunartækjum.
Tvöfaldur ísskápur frá LG sem getur fylgir með eigninni ásamt tvöföldum vínkæli frá Avintage. Hægt að vera með tvö hitastig í vínkælinum.
Stofan er með mikilli lofthæð með stórum bogum í loftinu sem gefur íbúðinni fallegt "New York loft" útlit. Djúpar og fallegar gluggakistur.
Baðherbergi er mjög stórt, flísalagt í hólf og gólf. Stór innrétting með spegli, handklæðaofn, hornbaðkar og flísalagður sturtuklefi.
Innaf baðherbergi er flísalagt þvottahús með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Vaskur og innrétting. LG þvottavél og þurrkari fylgja með íbúðinni.
Aukaíbúð.
Gengið er inní aukaíbúðina úr sameign, gegnt innganginum í aðalíbúðina.
Íbúðin samanstendur af herbergi/stofu, nýlega innréttað eldhús og baðherbergi.
Stofan/svefnherbergið er með lökkuðu gólfi og hillum á veggjum.
Eldhúsið er flísalagt með nýlegri innréttingu og tækjum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með sturtu og innréttingu.
Á lóðinni er sameiginlegur 7,7fm. skúr sem nýttur er sem hjóla- og vagnageymsla. Hann er einungis fyrir íbúðirnar í húsinu.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Helgafell fasteignasala - sími 566 0000
Rúnar Þór Árnason, lgf., runar@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 3.800 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.