Lýsing
Húsaskjól og Anna Laufey Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna virkilega vel skipulagða 111,4 fermetra íbúð á 4. hæð í vönduðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara við Miðleiti 7 í Reykjavík. Stórar svalir til suðurs með góðu útsýni.
Íbúðinni fylgir sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu í kjallara, sameiginlegur veislusalur á jarðhæð með útgengi á lóð, eldhúsi, snyrtingu og setustofu. Auk þess er aðgengi að sameiginlegum leikfimisal á 5. hæð hússins. Lyfta er í húsinu og húsvörður
Lýsing eignar: Innréttingar, golfefni, eldhús og bað eru upprunaleg. Hol: rúmgott, flísalagt með fataskápum. Herbergi: parketlagt með fataskápum. Hjónaherbergi: stórt, parketlagt með góðum fataskápum. Baðherbergi: rúmgott, flísalagt gólf og veggir, baðkar,flísalögð sturta og innrétting. Gangur: parketlagður. Eldhús: korkflísar á gólfi, ljósar viðarinnréttingar með flísum á milli skápa. Tengi fyrir uppþvottavél. Þvottaherbergi: inn af eldhúsi, korkflísar á gólfi, hillur, vinnuborð og vaskur. Samliggjandi stofur: stórar og bjartar, parketlagðar,gluggar í tvær áttir, gluggakistur úr náttúrusteini. Úr stofu er útgengi á stórar svalir til suðurs. Í kjallara eru: Sér geymsla: með hillum, lakkað gólf. Sér bílastæði: í lokaðri, upphitaðri og loftræstri bílageymslu. Stæðið er rúmgott og því fylgir aðgengi að þvottastæði og sameiginlegri dekkjageymslu. Rafhleðslustöð er í bílageymslu. Á 1. hæð hússins er sameiginlegur veislusalur með eldhúsi og útgengi á lóð til suðurs, flísalögð salerni. Skrifstofur og fundarherbergi á 1. hæð tilheyra sameign. Á 5. hæð hússins er sameiginlegur leikfimisalur.
Sameign hússins er mjög snyrtileg og öll aðstaða er til fyrirmyndar.
Björt, falleg og vel skipulögð íbúð með góðu útsýni. Íbúðin er í vel hönnuðu húsi sem er sérstaklega ætlað 55 ára og eldri þar sem áhersla er á gæði og þægindi.
Húsið að utan: er í góðu ástandi og hiti er í stétt og bílaplani fyrir framan húsið.
Allar nánari upplýsingar veitir Anna Laufey Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: anna@husaskjol.is eða í síma: 696-5055
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði