Opið hús: Hverafold 19, 112 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 04 02. Eignin verður sýnd sunnudaginn 25. janúar 2026 milli kl. 12:30 og kl. 13:00.
Lýsing
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: parket á gólfi
Þvottahús: við forstofu er þvottahús með flísum á gólfi. Ný snyrtileg innrétting með efri skápum,
Eldhús: er með svartri nýrri og fallegri innréttingu frá Axis, steinn á borðum með niðurfelldum vaski og helluborði, ný tæki og góð borðaðstaða. Parket á gólfi. Stór gluggi hleypir góðri birtu inn í rýmið.
Stofa og borðstofa: eru samliggjandi og bjartar með parketi á gólfi og útgengt er á yfirbyggðar svalir í vestur frá stofunni. Frábært útsýni yfir borgina.
Herbergin eru 2: bæði rúmgóð og björt með parketi á gólfi og rúmgóðum nýjum fataskápum frá Axis.
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni og falleg hvít innrétting frá Axis og stórum spegli. Baðkar með sturtuaðstöðu. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu sem gefur góða birtu inn. Baðherbergið er allt nýlega endurnýjað.
Sameign: sér geymsla fylgir eigninni og einnig sameiginleg hjóla & vagnageymsla og þurkherbergi.
Þetta er rúmgóð, björt og fjölskylduvæn íbúð á frábærum stað í Grafarvogi þar sem göngufæri er í skóla, leikskóla og þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Páll Þórólfsson , í síma 8939929, tölvupóstur pall@betristofan.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Betri Stofan fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.