Opið hús: Reynimelur 82, 107 Reykjavík, Íbúð merkt: 02 01 02. Eignin verður sýnd mánudaginn 2. febrúar 2026 milli kl. 16:45 og kl. 17:30.
Lýsing
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý löggiltum fasteignasala í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.
Eignin Reynimelur 82 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-6055, birt stærð 73.6 fm, þar af er sérgeymsla í kjallara merkt 0013, skráð 5,1fm.
Íbúðin er opin og björt með fallegum stórum gluggum. Rúmgóð stofa með góða tengingu við eldhús og útgengt út á rúmgóðar suðvestur svalir. Eldhús endurnýjað fyrir nokkrum árum með góðu skápa og vinnuplássi ásamt aðstöðu fyrir þrjá barstóla. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með aðstöðu fyrir þvottavél. Svefnherbergin eru 2, annað rúmgott með góðu skápaplássi og hitt gott barnaherbergi. Í kjallara er svo sérgeymsla eignar ásamt sameiginlegu þvottaherbergi, hjóla- og vagnageymslu.
Afar vinsæl staðsetningu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í fjölbreytta verslun og þjónustu, skólar á öllum stigum í göngufjarlægð ásamt íþróttasvæði Reykjavíkurstóveldisins KR. Einnig er stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir við Ægisíðuna og hina rómuðu Vesturbæjarsundlaug. Þá miðbær Reykjavíkur í göngufæri með allt það sem hann hefur upp á að bjóða.
Nánari lýsing:
Forstofa / Hol: Með parketi á gólfi og fatahengi.
Stofa: Er rúmgóð og með parketi á gólfi. Rúmar vel setustofu og borðstofu. Stórir gluggar til suðvesturs. Útgengi á svalir.
Svalir: Eru rúmgóðar og snúa til suðvesturs inn í bakgarð hússins.
Eldhús: Með parketi á gólfi og fallegri nýlegri eldhúsinnréttingu með innbyggðum bakaraofni í vinnuhæð, span helluborði, eldhúsvask ásamt aðstöðu fyrir ísskáp og uppþvottavél. Aðstaða fyrir 3 barstóla við enda innréttingar. Gluggi til suðvesturs með opnanlegu fagi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtutækjum og glerþili. Salerni, skápar, vaskur ásamt stórum upphengdum spegli. Aðstaða fyrir þvottavél.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi. Upprunalegir skápar með rennihurðum.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi eða skrifstofuaðstaða.
Geymsla: Er staðsett í kjallara. Málað gólf og hillur.
Sameiginlegt þvottaherbergi: Er rúmgott og snyrtilegt. Vélar í eigu húsfélagsins. Þvottasnúrur, vinnuborð og vaskur. Gluggar til suðvesturs.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla: Með máluðu gólfi, glugga til norðurs og útgengi á framlóð.
Gólfefni: Nýlega endurnýjað harðparket í forstofu/Holi, eldhúsi og stofu. Eldra parket í svefnherbergjum. Flísar á gólfi á baði. Málað gólf í geymslu.
Lóðin: Húsið stendur á 3762 m² leigulóð í eigu Reykjavikurborgar við Reynimel 80 - 86 í Reykjavik. Á lóðinni stendur húsið Reynimelur 80-86 (jöfn númer). A lóðinni eru 38 bílastæði sem eru óskipt og hafa allir íbúar hússins jafnan rétt á að nota þau. Fyrir aftan hús er stór sameiginlegur tyrfður garður og hafa allir íbúar hússins jafnan rétt á að nota hann.
Framkvæmdir og viðhald á ytra byrði hússins (2019-2025):
Árið 2021 fór húsfélagið í miklar viðhaldsframkvæmdir á ytra byrði hússins. Þá var húsið háþrýstiþvegið, múr og steypuviðgert. Gluggar, opnanleg fög og svalahandriði yfirfarin og endurnýjuð þar sem þurfti. Allt húsið allt klætt með álklæðningu. Steypu og múrviðgerðir á svölum ásmt málun og sílanböðun. Stétt fyrir framan hús endurnýjuð og lagt fyrir snjóbræðslukerfi sumarið 2025.
Húsið og lóðin:
Reynimelur 80 er hluti af fjöleignarhús við Reynimel 80-86 sem eru fjórir matshlutar með alls 41 íbúð. Matshluti eitt til þrjú er fjögurra hæða steinsteypt hús ásamt kjallara með þremur stigahúsum og 13 íbúðum í hverju stigahúsi, matshluti fjögur er ein hæð með tveimur íbúðum. Húsið er byggt árið 1967 og lítur ágætlega út að utan ásamt lóðinni allt í kring. Aðkoman að húsinu er góð með hellulagaðri stétt umhverfis og nýlegu snjóbræðslukerfi. Á bílaplani framan við hús eru 38 stæði skv eingaskiptalýsingu.
Hita og rafmagnskostnaður:
Sérmælar fyrir rafmagn og hita fyrir íbúðina. Sérmælir fyrir sameign þar sem kostnaður skiptist jafnt á milli allra séreigna í stigaganginum.
Góð íbúð og vel skipulögð íbúð á afar vinsælum stað í Vesturbæ Reykjavíkur með fjölbreytta nærþjónustu í nokkra mínútna göngufjarlægð, skóla á öllum stigum, íþróttasvæði KR og falleg útivistarsvæði.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Betri Stofan fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.