












Lýsing
Miklaborg kynnir: Nýlega 2ja herbergja íbúð með geymslu í kjallara og stæði í bílastæðahúsi að Hafnarbraut 9, sem er lyftublokk á vestanverðu Kársnesi. Suður svalir og sjávarútsýni.
Leitið upplýsinga hjá Friðrik í síma 616 1313
NÁNARI LÝSING: íbúð 303: Glæsileg tveggja herbergja íbúð á 3. hæð. Skráð stærð 68,4 fm þar af geymsla 5,8 fm. Eigninni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu með tengi fyrir hleðslustöð. Rúmgóðar svalir mót suðri.
Komið er inn um sameiginlegan inngang. Í forstofu eru góðir fataskápar. Hjónaherbergið er rúmgott og með góðum skápum. Baðherbergið er með vönduðum tækjum. Baðherbergisgólf er flísalagt og veggir að hluta. Á baði er tengi fyrir þvottavél. Eldhúsið er er opið inn í stofu, sem er rúmgóð og björt. Úr stofu er útgengt út á svalir. Sjávarútsýni.
Húsið er einangrað að utan, álklætt að hluta og gluggar ál-tré.
- Innréttingar frá HTH
- Eldhústæki frá Bræðurnir Ormsson, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti
- Blöndunartæki frá Grohe, einnar handar
- Gólfhiti á baðherbergi
- Tenging fyrir rafbílahleðslu í bílastæðakjallara
- Mynddyrasími
- Harðparket á íbúð og baðherbergi flísalagt
Ný brú, sem lögð verður yfir til Nauthólfsvíkur, mun stytta leiðina verulega í miðborg Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar gefur Friðrik þ. Stefánsson lögmaður og lögg.fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is