Lýsing
Falleg og talsvert endurnýjuð tveggja herbergja 56,5 fm íbúð í kjallara með sérinngangi við Ásgarð 14 í Reykjavík. Sér þvottahús í íbúð og hægt er að ganga út á sérafnotareit aftan við húsið úr svefnherbergi.
*Skipt hefur verið um alla glugga í íbúðinni *Skólplagnir hafa verið endurnýjaðar og ný gólfplata steypt eftir endurnýjun skólplagna *Drenlögn hefur verið lögð við húsið.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa og hol er með flísum á gólfi og fataskáp. Nýleg útidyrahurð.
Þvottahús er inn af forstofu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, þvottasnúrur, opnanlegan glugga og málað gólf. Þaðan er innangengt í sameign. Rýmið er ekki inni í skráningu íbúðar.
Eldhús er með hvítri innréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa, tengi fyrir uppþvottavél, frístandandi eldavél og gufugleypi yfir. Flísar á gólfi.
Lítil geymsla er inn af holi með áföstum hillum, flísar á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, baðinnréttingu og sturtu.
Stofa er björt og ágætlega rúmgóð, nýlegt harðparket á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott með góðum fataskáp, nýlegt harðparket á gólfi. Útgengi á sér afnotareit í suður.
Sérafnotareitur er afar skjólsæll og er veðusæld mikil á góðum dögum. Gras framan við sérafnareit og á túni við gafla er í óskiptri sameign.
Sérmerkt bílastæði fyrir framan íbúð. Hitalögn í bílaplani fyrir framan bílskúra og í gangstétt sem liggur framan við innganga í íbúðir.
Viðhaldssaga:
Skipt um útidyrahurð 2023.
Drenlögn lögð norðan við húsið og niður með göflum 2020.
Gluggar endurnýjaðir 2019.
Skólp endurnýjað að hluta 2017.
Gólfplata endursteypt 2017.
Eldhús og baðherbergi hafa verið endurnýjuð fyrir einhverjum árum síðan.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat