Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2002
177,5 m²
4 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
INNI fasteignasala s. 580 7905 - inni@inni.is
Stór timburverönd er í garði og hellulögð stétt er allt í kringum húsið.
Stofa og borðstofa eru í rúmgóðu og björtu rými með gegnheilt, olíuborið viðarparket á gólfi. Útgengt er úr stofu/borðstofu á hellulagða verönd og timburverönd í garði. Í eldhúsi er fín innrétting og góður borðkrókur. Flísar eru á gólfi í eldhúsi. Á neðri hæð er baðherbergi með flísum og sturtu. Afar rúmgott þvottahús með flísum og innréttingu er á neðri hæð. Úr þvottahúsi er útgengt á hellulagða stétt bakatil.
Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, parket er á tveimur herbergjum en flísar á einu. Fataskápar eru í tveimur herbergjum og fataherbergi inn af hjónaherbergi. Baðherbergi efri hæðar er flísalagt í hólf og gólf. Þar er baðkar með nuddi og fín innrétting. Á efri hæð er útgengt á stóra verönd við suðurhlið hússins (bílskúrsþak).
Bílskúr er snyrtilegur með flísar á gólfi. Geymsla er hólfuð af innst í bílskúr.
Í garði er góður geymsluskúr með rafmagni.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. apr. 2016
30.900.000 kr.
33.900.000 kr.
177.5 m²
190.986 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025