Lýsing
Einstaklega fallega og bjarta 3ja herbergja 101,6 fm.útsýnisíbúð. Eignin hefur talsvert verið endurnýjuð á síðustu árum. 2 rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi nýlega standsett. Stofa rúmgóð og björt. Eldhús með fallegri innréttingu með vönduðum tækjum. Þvottahús innan íbúðar. Frábært útsýni og stórar suðursvalir. Virkilega falleg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast.
Nánari lýsing:
Forstofa: Fataskápur, flísar á gólfi.
Miðrými / hol: Rúmgott með parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð og björt með parket á gólfi, útgengt á stórar suðursvalir með frábæru útsýni.
Eldhús: Falleg hvít innrétting með góðu skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél. Flísar á gólfi og á milli skápa. Vönduð eldunartæki.
Svefnherbergi: 2 rúmgóð herbergi, bæði með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtuaðstöðu. Falleg innrétting í kringum handlaug. Upphengt salerni.
Þvottahús: Innan íbúðar með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur. Flísar á gólfi.
Sérgeymsla í sameign ásamt sameiginlegri hjólageymslu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat