Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigríður Jónasdóttir
Vista
fjölbýlishús

Bárugrandi 11

107 Reykjavík

79.900.000 kr.

721.771 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2024923

Fasteignamat

76.400.000 kr.

Brunabótamat

50.670.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1989
svg
110,7 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði

Lýsing

Björt og falleg þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð með stæði í lokaðri bílageymslu.
Eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými. Stórar og sólríkar suðvestursvalir.
Aðeins sjö íbúðir í stigaganginum, tvær á hverri hæð og ein á fyrstu hæð.
Vinsæl og eftirsótt staðsetning í Vesturbænum, stutt í verslun og þjónustu og í göngufæri við miðborgina og Granda.


Nánari lýsing
Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými. Ljós innrétting í eldhúsi með viðarborðplötum,
útgengt á mjög góðar og breiðar suðvestur svalir.
Stór og björt stofa með stórum glugga. Ljóst viðarparket á gólfum.
Herbergi I með skápum og dúk á gólfi.
Herbergi II með skáp og dúk á gólfi.
Baðherbergi með baðkari með sturtu og flísum á gólfi. Tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Í sameign er sérgeymsla, sameiginlegt þvottahús með þurrkara og kerru- og hjólageymsla sem gengið er í að utan.
Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu og er hleðslustöð við stæðið.

Þá fylgir eigninni eignarhluti í leiksvæðalóð fyrir Bárugranda 1 -11 og Grandaveg 41 - 41 og 45.

Úttekt var gerð af Verksýn fyrir húsfélagið Bárugranda 1 – 11 árið  2023 og í framhaldinu af henni var farið í framkvæmdir utanhúss, m.a. múrviðgerðir, skipt um glugga og gler þar sem þarf og hús máluð. Framkvæmdum er að mestu leyti lokið og mun seljandi klára að greiða fyrir þær. Þá er búið að setja hitalögn í bílastæði ofan á bílageymslunni og einnig eru hleðslustöðvar í bílageymslu og á sameiginlegu utanhúss bílastæði.

Tvö húsfélög eru starfandi, eitt fyrir húsfélag Bárugranda 1 – 11 og annað fyrir stigaganginn.

Íbúðin er einstaklega vel skipulögð og staðsett í Vesturbænum, með leikskóla og grunnskóla innan hverfisins ásamt íþróttasvæði KR og Vesturbæjarsundlaug í næsta nágrenni.

Allar frekari upplýsingar veita Sigríður Jónasdóttir löggiltur fasteignasali í síma 661-4141 eða gegnum tölvupóstfangið sigridur@bjarturfasteign.is 

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: Af kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv., kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

 

img
Sigríður Jónasdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Bjartur fasteignasala
Hlíðasmára 10, 201 Kópavogur
Bjartur fasteignasala

Bjartur fasteignasala

Hlíðasmára 10, 201 Kópavogur
img

Sigríður Jónasdóttir

Hlíðasmára 10, 201 Kópavogur
Bjartur fasteignasala

Bjartur fasteignasala

Hlíðasmára 10, 201 Kópavogur

Sigríður Jónasdóttir

Hlíðasmára 10, 201 Kópavogur