Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallega 2ja herbergja íbúð á 1. hæð sem er 71,6 fm og með stæði í bílageymslu. Björt og falleg sameigin við innkomu inn í húsið. Lyfta er í húsinu sem gengur niður í bílakjallara. Bókið skoðun hjá Rebekku Rósinberg, löggiltur fasteignasali í síma 776 8624 og rebekka@miklaborg.is
Nánari lýsing: Anddyri með fataskáp. Parket á gólfi.
Svefnherbergi, rúmgott með glugga sem snýr út í bakgarðinn. Fataskápur. Parket á gólfi.
Stofan: Parket á gólfum, Gluggi úr stofu til suðurs út á Njálsgötu og gluggi inn í bakgarð.
Eldhús: Eldhúsinnrétting er viðarlituð. Parket á gólfi. Opið að hluta inní stofu.
Baðherbergið er flísalagt með sturtu og upphengdu klósetti.
Sameiginlegt þvottahús er á 1 hæð á sömu hæð og íbúðin.
Sérgeymsla er í kjallara er 7,2 fm og auk þess sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Nánari upplýsingar veita:
Rebekka Rósinberg löggiltur fasteignasali s. 7768624 - rebekka@miklaborg.is