Lýsing
Fallegt og vel skipulagt raðhús á þremur hæðum ásamt bílskúr við Brekkusel í Seljahverfinu. Gólfefni hafa að hluta til verð endurnýjuð og gott útsýni er úr eigninni yfir Reykjavík. Eign sem býður upp á mikla möguleika.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 228,7fm og þar af er bílskúr 20fm.
Nánari lýsing:
Jarðhæð:
Forstofa rúmgóð með flísum á gólfi.
Herbergi I rúmgott með parket á gólfi.
Hol með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Herbergi II með parketi á gólfi.
Þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skolvask, flísum á gólfi. Útgengi út á bílaplan að aftanverði hússins þar sem innangengt er í bílskúr.
Gengið um steyptan teppalagðan hringstiga upp á efri hæðir hússins
Miðhæð
Eldhús mjög rúmgott með góðu vinnuplássi, tengi fyrir uppþvottavél, borðkrókur, ofn í vinnuhæð, ísskápur og frystir fylgja, hellurborð og gufugleypir, flísar á milli skápa og parket á gólfi.
Stofa björt með stórum gluggum og parketi á gólfi.
Borðstofa björt með stórum gluggum og parketi á gólfi. Útgengt er úr borðstofu út á svalir sem vísa út í garð.
Svefnherbergi III rúmgott með parketi á gólfi
Gestasalerni með salerni, vask og parket á gólfi.
Rishæð:
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi IIII rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi IIIII rúmgott með parket á gólfi.
Baðherbergi með tvöföldum vaski, innangengdri sturtu, glugga með opnanlegu fagi, baðkar og flísar í hólf og gólf.
Geymsla undir súð.
Bílskúr með rafmagnsopnara, þriggja fasa rafmagni og hiti í stétt að faman.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is eða Dana Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-1879 eða á netfanginu dana@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.