Lýsing
Miklaborg kynnir íbúð 403: Mjög bjarta og skemmtilega 3ja herbergja íbúð á frábærum stað í Grafarholti með útsýni yfir Úlfarsárdalinn. Íbúðin er á 4.og efstu hæð í skemmtilegu klæddu lyftuhúsi. Stæði í opnu bílgeymslurrými. Stórar suðursvalir, bjart alrými sem nær í gegnum húsið. Þvottahús. Hjónaherbergi með fataherbergi inn af, gott barnaherbergi.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is
Kristinn Ragnarson arkitekt hannaði húsið og hefur tekist einkar vel til. Sameignin er björt með stórurm gluggum til norðurs þar sem úrsýnið yfir Úlfarsárdalinn og til fjalla nýtur sín. Komið er flísalagða forstofu með góðum skápum. Inn af henni er gott þvottahús með opnanlegum glugga, þar er ræstivaskur og vinnuborð. (ekki er gengið í þvottahúsið úr eldhúsi eins og teikningar sýna)
Næst er komið í bjart alrými sem nær í gegnum húsið. Það telur eldhús, borðstofu og stofu með útgengi á stórar svalir til suðurs. Fallegt útsýni er úr eldhúsinu til norðurs yfir Úlfarsárdalinn og til fjalla og til suðurs úr stofu.
Inn af alrýminu eru svefnherbergin, hjónaherbergið til hægri með góðu fataherbergi inn af og barnaherbergið til vinstri. Á milli þeirra er flísalagt baðherbergi með glugga, góðri innréttingu og baðkeri með sturtu í.
Á fyrstu hæð er er 9,7 fm geymsla sem er inni í birtu flatarmáli eignarinnar og er íbúðin sjálf 95,8 fm. Einnig er þar sérmerkt stæði í opnu bílgeymslurými sem tilheyrir íbúðinni og hjólageymsla í sameign.
Sérstaklega vel skipulögð og skemmtileg útsýniseign á þessum vinsæla stað.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is