Lýsing
Fallegt og vel skipulagt fimm herbergja 186,2 m2 einbýlishús á tveimur hæðum, þar af 28,5 m2 innbyggður bílskúr við Álfholt 46A í Hafnarfirði. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi ásamt sjónvarpsholi. Alrými hússins er bjart og rúmgott með góðri lofthæð og frá húsinu er glæsilegt víðfemt útsýni. Húsið er skeytt við tvíbýlishús og er lóðin í óskiptri sameign þriggja eigenda. Um er að ræða gott fjölskylduhús í grónu hverfi við Hvaleyrarholt, leik- og grunnskóli er í stuttu göngufæri og einnig golfvöllurinn Hvaleyrarvöllur.
Aðalhæð skiptist í forstofu, hol, stofu og borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús, svefnherbergi og bílskúr. Verönd framan við húsið með útgengi bæði úr eldhúsi og stofu.
Efri hæð skiptist í sjónvarpshol, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og svalir.
Birtar stærðir skv. HMS: Einbýlishús er 157,7 m2 og bílskúr er 28,5 m2, samtals 186,2 m2.
Sækja söluyfirlit strax
Nánari lýsing
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Stofa og borðstofa er í stóru, opnu og björtu rými og góðri lofhæð að hluta. Arinn í stofu. Útgengi á stóra verönd, þar er heitur pottur og geymsluskúr.
Eldhús er rúmgott með eikar innréttingu með góðu geymslurými, bakarofni í vinnuhæð og tengi fyrir ísskáp og uppþvottavél. Borðkrókur i eldhúsi. Útgengi á verönd.
Þvottahús er með flísum á gólfi, þvottahúsinnréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og vaski. Gluggi á þvottahúsi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með salerni, baðinnréttingu og sturtu. Gluggi á baðherberginu.
Svefnherbergi I er rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Bílskúr er rúmgóður með físum á gólfi og veggfestum innréttingum. Rafdrifin bílskúrshurð. Geymsluloft yfir hluta.
Stigi upp á aðra hæð, öll rýmin eru að hluta undir súð
Sjónvarpshol er fyrir miðju rýmisins með parketi á gólfi.
Svefnherbergi II Hjónaherbergi er rúmgott með innbyggðum fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi III er með parketi á gólfi og fataskáp, útgengi á rúmgóðar svalir.
Svefnherbergi IIII er rúmgott með litlum fataskáp undir súð, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með salerni, hornbaðkari, baðinnréttingu og veggfestum skápum og skúffum.
Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / julius@landmark.is / 823-2600
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / monika@landmark.is / 823-2800
Láttu okkur selja fyrir þig! Við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat