Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir fjölbýlishús í 101, Reykjavíkurborg
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir fallega tveggja herbergja íbúð í vesturbænum. Samkvæmt HMS er stærð íbúðar 52,6 og geymsla 2 fm.
Þú getur bókað skoðun með að hafa samband við kaupstadur@kaupstadur.is eða í sími 454-0000
Nánari lýsing:
Anddyri: Er með sérinngangi og nýlegri útidyrahurð, flísar eru á gólfi og fatahengi. Tröppur niður í íbúðina eru ný steyptar.
Stofa: Er með harðparketi á gólfi og tveir gluggar.
Svefnherbergi: Er inn af stofunni lokað af með rennihurð. Búið er að skipta herberginu upp með léttum vegg í tvö herbergi. Harðparket er á gólfum og fataskápar. Gluggar eru í báðum rýmunum.
Eldhús: Er rúmgott með fallegri grárri innréttingu, tengi er fyrir uppþvottavél eða þvottavél í eldhúsinnréttingunni.
Baðherbergi: Allt endurnýjað árið 2024. Með hvítum neðri skáp og efri spegilskáp með ljósi. Flísar eru á gólfi og hluta veggja. Sturta, upphengt salerni og handklæðaofn.
Sameign: Sérgeymsla, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg köld útigeymsla.
Garður er snyrtilegur og nýbúið að gera nýjan skjólvegg.
Búið er að draga nýtt rafmagn árið 2024 og setja upp nýja rafmagnstöflu.
Frábær staðsetning í næsta nágrenni við alla verslun og þjónustu (t.d. verslanir út á Granda). Stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjóinn. Íþróttasvæði KR og Vesturbæjarsundlaug í næsta nágrenni. Stutt í alla verslun og menningu sem miðbærinn og nágrenni hafa upp á að bjóða.