Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir fjölbýlishús í 105, Reykjavíkurborg
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir glæsileg 2ja herbergja íbúð í lyftuhúsi við Skipholt 11-13. Íbúðin er á 3. hæð og er fallega innréttuð með vönduðum frágangi. Samkvæmt skráningu er birt flatarmál eignarinnar 81,7 fm.
Íbúðin skiptist í
Forstofu með flísum á gólfi og fatahengi.
Gangur, er inn af forstofu með góðum skápum og innbyggðu vinnuborði í innréttingu.
Stofa/Borðstofa og eldhús eru í einu rými sem snúa í suður og úr því rými er gengið út á stórar suður svalir.
Eldhús með góðu skápaplássi, innfelldri lýsingu undir skápum og öll raftæki fylgja (helluborð, vifta, tvískiptur ísskápur, uppþvottavél).
Baðherbergi er vandað og flísalagt að mestu, góð innrétting og upphengt salerni. Sturtuklefi með glervegg og innbyggðum tækjum. Handklæðaofn og tengingar fyrir þvottavél og þurrkara eru á baðherberginu.
Hjónaherbergi með harðparketi á gólfi og fataskápum á einum vegg.
Á jarðhæð er rúmgóð sérgeymsla sem fylgir íbúðinni.
Stór sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og snyrting á jarðhæð.
Húsið var endurbyggt frá grunni og stækkað árið 2015 og er þessi hluti hússins nýr síðan þá.
Hér er um að ræða fallega og vandaða íbúð á besta stað í Reykjavík. Stutt er í verslun og þjónustu og miðbærinn í göngufæri.