Lýsing
Eignin er tilvalin fyrir þann laghenta og þarfnast mikilla endurbóta og er áhugasömum kaupendum bent á að skoða eignina vel. Eignin er laus við undirritun kaupsamning og er hún seld í því ástandi eins og hún er í dag og tekur verðmat mið af ástandi eignarinnar. Skipt var um allt gler í húsinu árið 2017, járn á þaki endurnýjað árið 2019 ásamt því að árið 2024 var ofnagrindin endurnýjuð.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu, fataskápur. Á vinstri hönd við inngang er snyrting sem er flísalögð í hólf og gólf. Frá forstofu tekur við gangur / miðrými með flísum á gólfi. Á hægri hönd er eldhús með upprunalegri innréttingu, gluggi og borðkrókur. Frá gangi / miðrými er gengið upp parketlagðan stiga. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með útgangi út á svalir. Fallegur arinn í stofu. Innaf borðstofunni er herbergi sem væri auðvelt að breyta t.d með því að færa eldhúsið í það rými eins og nokkrir hafa gert í raðhúsalengjunni og nýta rýmið þar sem er eldhúsið er í dag undir svefnherbergi. Frá gangi / miðrými er gengið niður flísalagðan stiga á neðri hæðina. Parketlagður gangur. Þrjú svefnherbergi og frá einu herberginu er unnt að ganga út á timburpall (eitt af þessum svefnherbergjum var nýtt áður sem tvö herbergi). Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf, innrétting og sturta. Kjallarinn er með sérinngangi og væri möguleiki að breyta þessu rými í íbúð. Kjallarinn skiptist í opið rými, þvottahús og geymslu einnig er geymsla undir stiganum. Gólfefni: parket, flísar og dúkur á gólfum.
Virkilega góð staðsetning þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, íþróttaiðkun, sundlaug og ýmsa þjónustu og verslanir. Göngu- og hjólastígar eru um hverfið og afar stutt er í Elliðaárdalinn.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat