Lýsing
Miklaborg kynnir: Góða 3 Herbergja íbúð á annari hæð í lyftu húsi við Baugakór 20, Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús, baðherbergi, stofu, tvö svefnherbergi, stæðí í bílakjallara og geymslu í kjallara.
Nánari lýsing
Komið er inn í forstofu af svölum. Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp. Eldhús með viðar innréttingu, ofni í vinnuhæð, Helluborði, viftu og plássi fyrir ísskáp og uppþvottavél. Þvottahús er inn af eldhúsi með flísum á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, með baðkari, upphengdu salerni og innréttingu með vask og góðum spegli. Rúmgott hjónaherbergi með stórum fataskláp. Barnaherbergi með fataskáp. Björt stofa og borðstofa í sameiginlegu rými með góðum glugga til suðurs og útgengi á rúmgóðar svalir. Geymsla í kjallara og hlutdeild í hjóla og vagnageymslu. Sérmerkt stæði í bílakjallara.
Gólfefni íbúðarinnar er parket nema á votrýmum þar sem eru flísar.
Eignin er vel staðsett innan hverfis. Þ.e.a.s stutt ganga er í skóla, leikskóla , búðir, leiksvæði og upp á íþróttasvæði HK.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is