Lýsing
Birt stærð séreignar er 100,6 fm samkvæmt HMS, geymsla á jarðhæð væntanlega ekki inni í skráðum fm. Eigninni fylgja tvö stæði í bílageymslu og hlutdeild í sameign, sameiginlegu þvottahúsi, hjóla- og vagnageymslu. Húsvörður í húsinu.
Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit en annars veitir Þórey frekari upplýsingar í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is
Nánari lýsing.
Forstofa, flísar á gólfi.
Hol / miðrými með fataskáp, harðparket á gólfi.
Eldhús með upprunalegri innréttingu, parket á gólfi og fallegt útsýni.
Stofa / borðstofa, flotað gólf og fallegt útsýni. Útgengt að rúmgóðar vestursvalir.
Sjónvarpshol í opnu holi, harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi með fataskáp, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi I með fataskáp, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi II, harðparket á gólfi.
Baðherbergi nýlega endurbætt með gólfhita, flísalagt að hluta með salerni, innréttingu, walk-in sturtu og tengi fyrir þvottavél.
Geymsla á jarðhæð með hillum sem fylgja, merkt 7A.
Tvö stæði í bílageymslu, merkt 7A-15 og 7A-16.
Sameign er mjög snyrtileg með nýlegu dyrasímakerfi, myndavélakerfi. Á fyrstu hæð eru aðskilin rými í sameign fyrir þvottahús og þurkkherbergi. Hjóla- og vagnageymsla á neðstu hæð í sameign.
Eignin er töluvert endurbætt að innan en árið 2019 var baðherbergi allt endurnýjað og settur hiti í gól, sett ný gólfefni og listar í forstofu, hol / miðrými, sjóvarpshol og svefnherbergi, nýjar innihurðar og ný útidyrahurð. Árið 2018 var stofugólf flotað og reistur veggur milli eldhúss og stofu og bætt við rafmagnstenglum.
Að utan standa yfir framkvæmdir sem seljandi klárar að greiða fyrir en það eru múrviðgerðir, rennu og gluggaskipti. Árið 2022 voru settir upp snjallmælar og lagt fyrir rafhleðslustöðvum að hverju bílastæði. Árið 2019 var skipt um alla glugga og svalahandrið á suðaustur- og suðvesturhluta hússins. Báðar hliðar voru múrviðgerðar og fullmálaðar á sama tíma.
Frábær staðsetning í vesturbæ Reykjavíkur í göngufæri við skóla, verslanir og strætó, róluvellir, göngu- og hjólastíga og sundlaug. Húsfélagið er eigandi íbúðar og sinnir leigutaki hlutastarfi við húsumsjón og eftirlit.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat