Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1967
105,3 m²
4 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Nýtt á skrá! Reynimelur 72 Reykjavík - Bókið skoðun.
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallega 105,3 fermetra 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með svölum til suðvesturs við Reynimel 72 í Reykjavík. Íbúðin er frábærlega staðsett á suðvestursenda hússins (með glugga á þrjár hliðar) og því afar björt. Stofa er stór með gluggum til suðausturs og suðvesturs sem nýtur mikillar birtu. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni í dag og möguleiki er að bæta við fjórða svefnherberginu. Útgengi á suðvestursvalir sem snúa inn í bakgarð hússins. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara innan íbúðar.
Íbúðin hefur fengið mikið viðhald á árunum 2015 - 2016. Má þar m.a. nefna að baðherbergi var endurnýjað að öllu leyti og komið fyrir gólfhita og tengingum fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig var allt rafmagn íbúðar endurnýjað (dregið í, öryggi í töflum, tenglar og ljósarofar) ásamt því að ofnar voru sprautulakkaðir og skipt um alla hitanema. Þá var skipt um gólfefni (harðparket frá Parka) og fataskápar sprautulakkaðir. Eldhús var sömuleiðis endurnýjað að hluta þar sem eldhúsinnrétting var lökkuð, skipt um borðplötur og skipt um eldunartæki, vask og blöndunartæki. Auk þess var skipt um alla glugga íbúðar árið 2015 (utan glugga sem snúa út að svölum sem hafa verið metnir í lagi).
Um er að ræða virkilega sjarmerandi fjölbýli, byggt árið 1967, sem hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum. Verið er að múrviðgera húsið, skipta um þá glugga sem eru komnir á tíma og mála múr og glugga. Þær framkvæmdir standa yfir núna. Allt timbur við inngang verður pússað upp og olíuborið. Einnig var komið upp myndavéladyrasíma á þessu ári. Árið 2024 voru settir upp tveir hleðslustaurar á sameiginlegum bílastæðum sem anna fjórum rafmagnsbílum í einu. Lítið mál er að bæta við þá staura eftir þörfum í framtíðinni. Árið 2021 voru frárennslislagnir endurnýjaðar (hluta til fóðraðar og hluta til skipt um). Auk þess var geymslugangur, sameiginlegt þvottaherbergi og hjólageymsla málað sama ár.
Um er að ræða frábæra staðsetningu við Reynimel í Reykjavík þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu (Melabúðin, Pizza107, Brauð&Co, Kaffi Vest, Hagavagninn o.s.frv.). Fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjóinn. Íþróttasvæði og sundlaug í næsta nágrenni. Leikskóli og grunnskóli í göngufjarlægð. Eftirsóttur staður í Vesturbænum.
Nánari lýsing:
Forstofa: Með harðparketi og skápum.
Stofa: Er stór með með harðparketi á gólfum og góðum gluggum til suðvesturs og suðausturs. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Útgengi á svalir frá stofu.
Svalir: Snúa til suðvesturs inn í bakgarð hússins. Svalir eru stórar með viðarfjölum á svalagólfi.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi. Eldhúsinnrétting er lökkuð á smekklegan máta með flísum á milli skápa. Borðkrókur og gluggi til suðausturs. Stál bakaraofn, keramik helluborð, tengi fyrir uppþvottavél og stál Samsung kæliskápur.
Svefngangur: Með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Var endurnýjað árið 2016 og komið fyrir gólfhita. Flísar á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta með glerhurð, innrétting við vask og upphengt salerni. Handklæðaofn, útloftun og tenglar fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með harðparketi á gólfi og glugga til austurs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til austurs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi á gólfi og glugga til austurs.
Geymsla: Er staðsett í kjallara og er 4,6 fermetrar að stærð. Hillur og gluggi til suðvesturs.
Sameiginlegt salerni: Er staðsett í kjallara. Salerni og vaskur.
Sameiginlegt þvottaherbergi: Er staðsett í kjallara (einnig tengi fyrir þvottavél og þurrkara innan íbúðar). Snyrtilegt með máluðu gólfi. Vélar í eigu húsfélagsins. Vinnuborð, vaskur, þvottasnúrur og gluggi til suðvesturs.
Hjóla- og vagnageymsla: Er staðsett í kjallara. Snyrtileg með máluðu gólfi. Útgengi á framlóð.
Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallega 105,3 fermetra 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með svölum til suðvesturs við Reynimel 72 í Reykjavík. Íbúðin er frábærlega staðsett á suðvestursenda hússins (með glugga á þrjár hliðar) og því afar björt. Stofa er stór með gluggum til suðausturs og suðvesturs sem nýtur mikillar birtu. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni í dag og möguleiki er að bæta við fjórða svefnherberginu. Útgengi á suðvestursvalir sem snúa inn í bakgarð hússins. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara innan íbúðar.
Íbúðin hefur fengið mikið viðhald á árunum 2015 - 2016. Má þar m.a. nefna að baðherbergi var endurnýjað að öllu leyti og komið fyrir gólfhita og tengingum fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig var allt rafmagn íbúðar endurnýjað (dregið í, öryggi í töflum, tenglar og ljósarofar) ásamt því að ofnar voru sprautulakkaðir og skipt um alla hitanema. Þá var skipt um gólfefni (harðparket frá Parka) og fataskápar sprautulakkaðir. Eldhús var sömuleiðis endurnýjað að hluta þar sem eldhúsinnrétting var lökkuð, skipt um borðplötur og skipt um eldunartæki, vask og blöndunartæki. Auk þess var skipt um alla glugga íbúðar árið 2015 (utan glugga sem snúa út að svölum sem hafa verið metnir í lagi).
Um er að ræða virkilega sjarmerandi fjölbýli, byggt árið 1967, sem hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum. Verið er að múrviðgera húsið, skipta um þá glugga sem eru komnir á tíma og mála múr og glugga. Þær framkvæmdir standa yfir núna. Allt timbur við inngang verður pússað upp og olíuborið. Einnig var komið upp myndavéladyrasíma á þessu ári. Árið 2024 voru settir upp tveir hleðslustaurar á sameiginlegum bílastæðum sem anna fjórum rafmagnsbílum í einu. Lítið mál er að bæta við þá staura eftir þörfum í framtíðinni. Árið 2021 voru frárennslislagnir endurnýjaðar (hluta til fóðraðar og hluta til skipt um). Auk þess var geymslugangur, sameiginlegt þvottaherbergi og hjólageymsla málað sama ár.
Um er að ræða frábæra staðsetningu við Reynimel í Reykjavík þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu (Melabúðin, Pizza107, Brauð&Co, Kaffi Vest, Hagavagninn o.s.frv.). Fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjóinn. Íþróttasvæði og sundlaug í næsta nágrenni. Leikskóli og grunnskóli í göngufjarlægð. Eftirsóttur staður í Vesturbænum.
Nánari lýsing:
Forstofa: Með harðparketi og skápum.
Stofa: Er stór með með harðparketi á gólfum og góðum gluggum til suðvesturs og suðausturs. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Útgengi á svalir frá stofu.
Svalir: Snúa til suðvesturs inn í bakgarð hússins. Svalir eru stórar með viðarfjölum á svalagólfi.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi. Eldhúsinnrétting er lökkuð á smekklegan máta með flísum á milli skápa. Borðkrókur og gluggi til suðausturs. Stál bakaraofn, keramik helluborð, tengi fyrir uppþvottavél og stál Samsung kæliskápur.
Svefngangur: Með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Var endurnýjað árið 2016 og komið fyrir gólfhita. Flísar á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta með glerhurð, innrétting við vask og upphengt salerni. Handklæðaofn, útloftun og tenglar fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með harðparketi á gólfi og glugga til austurs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til austurs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi á gólfi og glugga til austurs.
Geymsla: Er staðsett í kjallara og er 4,6 fermetrar að stærð. Hillur og gluggi til suðvesturs.
Sameiginlegt salerni: Er staðsett í kjallara. Salerni og vaskur.
Sameiginlegt þvottaherbergi: Er staðsett í kjallara (einnig tengi fyrir þvottavél og þurrkara innan íbúðar). Snyrtilegt með máluðu gólfi. Vélar í eigu húsfélagsins. Vinnuborð, vaskur, þvottasnúrur og gluggi til suðvesturs.
Hjóla- og vagnageymsla: Er staðsett í kjallara. Snyrtileg með máluðu gólfi. Útgengi á framlóð.
Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
2. sep. 2015
31.100.000 kr.
34.500.000 kr.
105.3 m²
327.635 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025