Lýsing
Trausti fasteignasala og Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali kynna Teigasel 3 í Seljahverfinu í Reykjavík, fallega og bjarta stúdíó íbúð á þriðju hæð. Stórar suður svalir eru með allri íbúðinni. Íbúðin er talsvert endurnýjuð og er eldhúsið frá 2020.
Íbúðin er 40,5 m2 samkvæmt Þjóðskrá Íslands og er geymslan 5,0 m2 þar af.
Stutt er í skóla. leikskóla, verslanir og þjónustu. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á tölvupóstfangið hallgrimur@trausti.is.
Vinsamlega athugið að íbúðin verður ekki sýnd fyrir opið hús.
Nánari lýsing eignar:
Komið er inná parketlagt anddyri.
Stofa og borðstofa eru með harðparket á gólfi og útgengt er frá stofu út á rúmgóðar svalir í suður.
Eldhúsið er með fallegri ljósri innréttingu sem lítur vel út, parket á gólfi.
Baðherbergi er með fallegri ljósri innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu, flísalagt.
Svefnaðstaðan er inn af stofu, parket á gólfi.
Sérgeymsla íbúðar er í sameign í kjallara, alls 5,0 m2 fm.
Sameiginlegt þvottahús, hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Hér er falleg eign á ferðinni í vinsælu og grónu hverfi þar sem stutt er í Mjóddina og út á stofnbrautir í allar áttir. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á tölvupóstfangið hallgrimur@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.