Lýsing
Húsið er timburhús, byggt árið 2004. Eignin skiptist í íbúð 99.6 m² og bílskúr 39.7 m² samtals 1393 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, tvö svefnherbergi (voru áður þrjú), baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Nánari lýsing:
Anddyri með þreföldum fataskáp.
Stofa og borðstofa eru saman í opnu rými, þaðan er útgengt út á timburverönd til suðurs.
Eldhús, eldavél, háfur, innbyggður örbylgjuofn, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu, Samsung ísskápur getur mögulega fylgt, gluggi, borðkrókur.
Svefnherbergin eru tvö en voru upprunalega þrjú samkvæmt teikningu (þriðja herbergið var þar sem er í dag borðstofa).
Hjónaherbergi, með fataskápum yfir heilan vegg.
Barnaherbergi án fataskápa.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, vask innrétting, baðkar og sturta, gluggi.
Þvottahús er á milli íbúðar og bílsskúrs. Þar er innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara undir borði.
Gólfefni: Parket er á stofu, borðstofu, gangi og svefnherbergjum. Flísar eru á anddyri, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.
Fífumói 6-8 er parhús. Húsið er timburhús á einni hæð, járn á þaki, timburgluggar og hurðar.
Lóð er gróin, bílaplan er stæði fyrir fjórar bifreiðar. Skjólgóð timburverönd er í garði. Þar er einnig geymsluskúr. Lóðin er 1248,0 m² eignarlóð.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 227-2017.
Stærð: Íbúð 99,6 m². Bílskúr 39,7 m². Samtals 139.3 m²
Brunabótamat: 62.900.000 kr.
Fasteignamat: 73.650.000 kr
Byggingarár: 2004.
Byggingarefni: Timbur.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala