Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1995
91,5 m²
4 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Þriggja til fjögurra herbergja 91,5m² íbúð á annarri hæð að Vallengi 3 í Grafarvogi. Suðvestur svalir, falleg lóð. Stutt í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Bæði Spöngin og Egilshöll eru í göngufæri. Góður sameiginlegur garður með gróðri og leiktækjum, frábært umhverfi fyrir börn.Smellið hér til að sækja söluyfirlit
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 91,5m².
Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergjum, eitt gluggalaust herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Mjög rúmgott geymsluloft er yfir íbúðinni.
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi.
Stofa er í opnu björtu rými með parketi á gólfi. Útgengt á svalir sem snúa í suð-vestur.
Hjónaherbergi parket á gólfi og stór fataskápur.
Svefnherbergi parket á gólfi og fataskápur.
Herbergi gluggalaust parket á gólfi, ekkert opnanlegt fag (herbergi er ekki á teikningu).
Eldhús parket á gólfi, efri og neðri skápar, flísalagt þar á milli.
Baðherbergi er nýlega endurnýjað á smekklegan hátt. flísar á gólfi og upp á veggi. Rúmgóður sturtuklefi, skúffur undir handlaug og speglaskápur..
Þvottahús flísar á gólfi, skolvaskur og hillur.
Sér geymsla er framan við íbúðina.
Nánari uppl.
Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 896 1168 - brynjar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. nóv. 2018
32.900.000 kr.
38.000.000 kr.
91.5 m²
415.301 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025