Lýsing
Vel skipulögð 4ra herbergja endaíbúð á annarri hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi. Um er að ræða 100,2 fermetra eign sem skiptist í 94,5 fermetra íbúðarrými og 5,7 fermetra geymslu í sameign. Íbúðin samanstendur af forstofu, þremur góðum svefnherbergjum, eldhúsi, stofu, borðstofu, baðherbergi og þvottahúsi. Skjólgóðar svalir til suðvesturs.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 100,2 fm | Fasteignamat 2025 er kr. 71.600.000,-
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Barnaherbergi 1: Eikarparket á gólfi og gluggi til norðurs og fataskápur.
Barnaherbergi 2: Eikarparket á gólfi og gluggi til norðurs og fataskápur.
Eldhús: Snyrtileg eldhúsinnrétting og gott skápapláss. Steinn á borðplötu og niðurfelldur vaskur. Tengi fyrir uppþvottavél. Eldhúsið er opið í tvær áttir. Eikarparket á gólfi. Góður borðkrókur við enda eldússins.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð með útgengi út á suðvestur svalir. Eikarparket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottahús: Innan íbúðar með góðri innréttingu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gott vinnuborð og vaskur.
Geymsla: 5,7 fm sér geymsla með hillum í sameign.
Lóðin: Snyrtileg og vel hirt lóð í sameign - einu sinni á ári er vorhreingerning sem húsfélagið stendur fyrir.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Eignin er mjög björt með glugga í þrjár áttir. Staðsett á góðum og fjölskylduvænum stað í Smárahverfinu í Kópavogi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, útivist og alla helstu þjónustu og verslanir.
Þak, þakkantur og rennur var yfirfarið 2024.
Tréverk var málað og yfirfarið 2021.
Fyrir nánari upplýsingar:
Helgafell fasteignasala, S: 566 0000
Rúnar Þór Árnason lgf., sími: 775 5805 / runar@helgafellfasteignasala.is
María Steinunn Jóhannesdóttir lgf., Sími 849-5002 / maria@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.