Lýsing
Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leik- og grunnskóla, verslun, líkamsrækt og bókasafn svo lítið eitt sé nefnt.
Íbúðin er 72,8 fm (merkt 07-0503), geymslan er 4,2 fm (merkt 07-0037) og bílskúr er 25,5 fm (merkt 07-0001) samtals er eignin skráð 102,5 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is
Forstofa er með parketi á gólfi og skápum.
Stofa er með teppi á gólfi og þaðan er útgengt á suðvestur svalir sem snúa inn í garðinn.
Eldhús er með parketi á gólfi, hvítri viðarinnréttingu með dökkri viðarplötu og flísar á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru tvö og eru með dúk á gólfi og skápum.
Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf, opin sturta, upphengt wc og skúffur undir vask.
Þvottahús er á hæðinni, eingöngu fyrir þær íbúðir sem þar eru.
Geymsla í sameign á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Bílskúr er með stein á gólfi.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.