Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2018
196,2 m²
6 herb.
2 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsilegt einnar hæðar ca 190 fm einbýlishús á 3000 fm eignarlóð sem liggur meðfram Varmá í Reykjalandi.Húsið er byggt árið 2018 og er steinað að utan. Allur frágangur er til fyrirmyndar og vandað til verks en m.a. eru flestir innveggir 120 mm forsteyptar einingar. Meðfram og bakatil er viðarverönd með glerhandriði en útgengt er á það frá stofu sem og hjónaherbergi og baðherbergi. Heitur pottur. Einstök staðsetning.
Gólfhiti er í húsinu og fallegar ljósar flísar á gólfum. Fimm svefnherbergi eru í húsinu í dag.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Myndband af eigninni : Videó
Nánari lýsing:
Forstofa: Með fatahengi og skógrind. Gestanyrting er til hliðar við anddyri.
Stofa: Björt stofa með stórum gluggum/rennihurð þaðan sem er útgengt á verönd sem vísar í att að bakgarði.
Eldhús: Svört innrétting, eldunareyja, gott skápapláss, innfelldur bökunar- og örbylgjuofn einnig og uppþvottavél. Steinn á borðum og vönduð tæki.
Svefnherbergi: Fimm svefnherbergi, þar af tvö með fataskápum en hjónaherbergi er með fataherbergi. Útgengt á verönd frá hjónaherbergi.
Baðherbergi: Fallegar gólf- og veggflísar. Sturta með rennuniðurfalli, upphengd salernisskál, skápainnrétting og handklæðaofn. Útgengt er á viðarverönd með heitum potti.
Þvottaherbergi: Mikið skápapláss og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara hlið við hlið. Vaskur í innréttingu.
Bílskúr: Skráður 41,6 fm að stærð og er bílskúrshurð með hurðaopnara og einnig er inngangshurð utan frá. Búið er að gera svefnherbergi úr hluta af bílskúr.
Garðurinn er hinn fallegasti og bakgarðurinn með gamalli bogaskemmu sem gera mætti upp. Niðurinn frá Varmá er notalegur og fuglalífið fjölbreytt. Nýlega var viðarveröndin stækkuð bak til. Geymsluskúr er á lóðinni að framanverðu.
Ljóst er að lóð og staðsetning heimilar mun meira byggingarmagn og búið er að teikna hugmyndir að stækkun, húsið hefur verið stækkað sem nemur einu svefnherbergi sem er ca 9 fm.
Nánari upplýsingar veita
Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 824-9093, tölvupóstur kjartan@eignamidlun.is
Unnar Kjartansson Löggiltur fasteignasali, í síma 867-0968, tölvupóstur unnar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
4. maí. 2023
136.700.000 kr.
160.000.000 kr.
196.2 m²
815.494 kr.
24. júl. 2017
11.269.000 kr.
15.000.000 kr.
123.3 m²
121.655 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025