Opið hús: Hrísrimi 5, 112 Reykjavík, Íbúð 101. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 7. maí 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Um er að ræða bjarta og snyrtilega 64 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með palli sem snýr í suðvestur. Með eigninni fylgir geymsla sem er skráð 11 fm að stærð. Næg bílastæði.
Nánari lýsing:
Komið er inn í opið rými þar sem bæði stofan og eldhúsið eru. Harðparket er á gólfum.
Eldhúsið er snyrtilegt með hvítri eldhúsinnréttingu, Samsung uppþvottavél, helluborði og bakaraofni.
Gegnt eldhúsi er gert ráð fyrir þvottavél í snyrtilegri hvítri innréttingu með góðu skapaplássi.
Úr stofu er útgengi á góðan pall sem snýr í suðvestur.
Svefnherbergið er með þreföldum fataskáp með speglum og útdraganlegum hillum. Harðparket á gólfum.
Baðherbergið er með baðkari með sturtuaðstöðu, og hvítri innréttingu. Á gólfum eru flísar.
Í sameign er stór geymsla, ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Gólfefni, eldhús og baðherbergi var endurnýjað í kringum árið 2018.
Grunnskóli og leikskóli í göngufæri og göngustígar liggja um allt hverfið. Stutt er í fjölbreytta verslun, þjónustu og afþreyingu í Spönginni og Egilshöll.
Virkilega snyrtileg og falleg eign á góðum stað sem vert er að skoða. Frábær fyrstu kaup!!
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs., í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.