Opið hús: Kristnibraut 12, 113 Reykjavík, Íbúð merkt: 06 03 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 7. maí 2025 milli kl. 16:30 og kl. 17:00.
Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Rúmgóð, falleg og vel skipulögð 3ja herbergja endaíbúð með glæsilegu útsýni á 3. hæð í lyftuhúsi við Kristnibraut 12. Eignin er skráð 103,3 m2 en þar af íbúð 95,3 og geymsla 8,0 m2. Eignin skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi og þvottahús. Sérgeymsla er á jarðhæð. Einstakt útsýni upp til fjalla, út á haf og yfir borgina. Miklar endurbætur hafa farið fram á húsinu að utan síðustu ár sem og innan íbúðar.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Endurbætur: Í kjölfar ástandsskýrslu Verskýnar frá ágúst 2022 fóru fram þó nokkrar endurbætur á húsinu að utan. Var húsið þá múrviðgert að utan og steyptir fletir þá málaðir. Svalagólf voru þá hreinsuð, filtuð og sílanborin. Svalahandrið voru lagfærð og endurbætt. Gluggar voru yfirfarðir og mörgum gluggum og svalahurðum var skipt út fyrir nýjar. Aðrir gluggar og svalahurðir voru málað. Þá voru ónýt niðurfallsrör endurnýjuð. Endurbætur fóru fram á þaki í áföngum sem lauk árið 2020. Innan íbúðar var baðherbergi endjurnýjað árið 2020 og þá hefur eldhús verið opnað inn í alrými ásamt því að innrétting var sprautuð, skipt var um borðplötu og blöndunartæki og höldur.
Nánari lýsing:
Forstofa er með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi nr. 1 er rúmgott hjónaherbergi með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt og með fallegri innrétting með skolvask, 'walk in' sturtu og vegghengdu salerni.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi og glugga með fallegu útsýni.
Eldhús er með parketi á gólfi og fallegri sérsmíðaðri innréttingu. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, helluborð, vifta, ofn og vaskur. Öll tæki voru nýlega endurnýjuð. Gluggi er á eldhúsi.
Þvottahús er innaf eldhúsi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Góðar geymsluhillur.
Stofa er rúmgóð í opnu rými með borðstofustofu og eldhúsi. Úr stofu er gengið út á svalir í suðurátt. Stórir gluggar með glæsilegu útsýni upp í Bláfjöll og yfir borgina.
Sameign: Sérgeymsla er i sameign með glugga ásamt hjóla-og vagnageymslu. Sameiginleg bílastæði eru á lóð fyrir framan hús
Um er að ræða eign með einstöku útsýni og mikla nánd við náttúruna. Í göngufæri eru leik- og grunnskóli sem og náttúruperlur eins og Úlfarsfell og Reynisvatn. Golfvöllur GR við Grafarholtið einnig í göngufæri og örstutt er í flesta þjónustu í þjónustukjarnanum við Grafarholtið. Sameign er mjög snyrtileg og teppalögð. Myndavéladyrasími og rafknúinnn hurðaopnari með fjarstýringu að útidyrum. Íbúðin er öll með hlynparketi, flísar á baðherbergi.
Verð kr. 77.900.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.