Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1999
svg
218,3 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni

Lýsing

Hrafnkell og Atli á Lind kynna þetta glæsilega einbýlishús á einni hæð með bílskúr og stórri grónni lóð.
Húsið stendur innst í botnlanga með góðum garði og verönd fyrir framan og aftan við húsið með heitum potti.
Útsýnið er algjörlega einstakt út á sundin, Akrafjalli, Skarðsheiði, Esjunni og víðar.


Húsið er einstaklega vel skipulagt og skiptist í anddyri, 5 góð svefnherbergi, mjög rúmgott eldhús með útgengi út á verönd sem snýr í vestur með heitum potti, búr/þvottahús, bjarta stofu með útgengi út á verönd sem snýr í suður, sjónvarpshol, glæsilegt baðherbergi, gestasnyrtingu, hol þar sem innangengt er í bílskúrinn. Undir bílskúrnum er síðan stærðarinnar geymslurými sem ekki inn í skráðum fermetrum.

Nánari upplýsingar og bókið skoðun:
Hrafnkell P. H. Pálmason - Löggiltur fasteignasali / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is
Atli Karl Pálmason - Aðstoðarmaður fasteignasala /  662 4252 / atli@fastlind.is


Nánari lýsing:
Anddyrið er rúmgott með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Gestasnyrtingin er með flísum á gólfi og veggjum, upphengt salerni og snyrtileg innrétting.
Holið er með parket á gólfi og nær endilangt um húsið sem tengir önnur rými eignar. Góðir gluggar sem ná upp í loft við hvorn enda.
Eldhúsið er mjög rúmgott og opið inn í stofu og borðstofu. Það er með góðum gluggum og eldhúskrók í sólskála með fallegu útsýni. Eldhúsinnrétting með miklu geymsluplássi og vinnurými. Ofn í góðri vinnuhæð. Stór eyja með helluborði. Flísar eru á gólfi. Útgengt er á verönd.   
Stofan og borðstofan mynda opið og bjart rými með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Parket á gólfi. Fallegt útsýni er til norðvesturs.
Sjóvarpsholið er með parket á gólfi og útgengt út á verönd. Stærð 12,5 fm.
Baðherbergið er rúmgott og flísalagt í hólf og gólf, með góðri innréttingu, rúmgóð walk-in sturtu, handklæðaofn, upphengt salerni og gluggi með opnanlegu fagi. Hlý innfelld lýsing.   
Hjónaherbergið er með parket á gólfi, góðum fataskápum og góðum gluggum til norðausturs og austurs. Stærð 15,3 fm.
Svefnherbergi II er með parket á gólfi, fataskáp og glugga til norðausturs. Stærð 11,5 fm.
Svefnherbergi III  er með parket á gólfi, fataskáp og glugga til norðausturs. Stærð 10,5 fm.
Svefnherbergi IV er með parket á gólfi og glugga til suðvesturs. Stærð 7,1 fm.
Svefnherbergi V með parket á gólfi og glugga til suðvesturs. Stærð 7,0 fm.
Þvottahús/búr er inn af eldhúsinu.
Innangengt er í bílskúrinn Stærð 36,6 fm. og er hann einkar snyrtilegur með flísum á gólfi, gluggar með opnanlegu fagi, heitt og kalt vatn, vaskur og góðar hillur. Óskráð geymslurými er undir bílskúr.

Nýlegt viðhald:
2024 Sólskáli málaður - 2023 Þakið málað - 2022 Húsið málað að utan


Lóðin er 700 fermetrar að stærð með stórri hellulagðri innkeyrslu sem rúmar tvo bíla og stétt við verönd. Stór og skjólgóð verönd fyrir framan húsið til suðurs. Verönd með heitum potti til norðvesturs með fallegu útsýni.

Um er að ræða afar vel staðsett hús með glæsilegu útsýni í grónu fjölskylduhverfi í Grafarvogi. Mikil náttúruparadís er allt í kring og fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjóinn og Geldinganes. Stutt er í golfvellina við Korpúlfsstaði og Hlíðavöll í Mosfellsbæ.
 

Lind fasteignasala ehf kynnir eignina Brúnastaðir 46, 112 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 223-5584 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Brúnastaðir 46 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 223-5584, birt stærð 218.3 fm.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. jan. 2015
59.600.000 kr.
69.000.000 kr.
218.3 m²
316.079 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone